Hjalti Þór: Menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:34 Hjalti á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15
Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19