Minnst tuttugu í valnum og hermaðurinn gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 20:00 Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni. AP/Sakchai Lalitkanjanakul Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp. Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hermaður sem gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Taílandi í dag skaut minnst tuttugu til bana og særði 31. Tíu þeirra eru í alvarlegu ástandi. Hermaðurinn gengur enn laus og hefur lokað sig af í verslunarmiðstöðinni. Því hefur verið haldið fram að hann hafi tekið gísla en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan segir hermanninn, sem heitir Jakraphant Thomma, vera reiðan vegna deilna um landareign en hann er sagður hafa skotið yfirmann sinn og 63 ára konu, áður en hann stal vopnum á herstöð og keyrði til verslunarmiðstöðvarinnar. Hann keyrði herbíl og er sagður hafa skotið á fólk á leiðinni. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokað af en talsmaður Varnarmálaráðuneytis Taílands segir mögulegt að tugir almennra borgara séu enn þar inni, samkvæmt frétt BBC. Á meðan á árásinni hefur staðið hefur hinn grunaði birt nokkrar færslur á samfélagsmiðlum sínum, þar á meðal spurði hann á Facebook hvort hann ætti að gefa sig fram við lögreglu og leggja niður vopn. Áður hafði hann birt mynd af skammbyssu og þremur skothylkjum og skrifaði með myndinni: „Kominn tími til að verða spennt“ (e. It is time to get excited). Búið er að taka Facebook síðu hans niður. Security camera footage shows the suspected Thai gunman walking through a shopping centre in Nakhon Ratchasima. More than a dozen people are thought to have been killed: https://t.co/sK3nDQQvuxpic.twitter.com/2AkZmmaXxh— Sky News (@SkyNews) February 8, 2020 CNN ræddi við Jon Fielding, sem var í verslunarmiðstöðinni þegar skothríðin hófst. Hann sagði mikið óðagot hafa myndast og allir gestir hafi leitað sér skjóls. Sjálfur var hann í um tuttugu manna hópi sem faldi sig í eldhúsi veitingastaðar í um fimm klukkustundir. Lögreglan hefur fengið móður hermannsins til að reyna að fá hann til að gefast upp.
Taíland Tengdar fréttir Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Taílenskur hermaður gengur berserksgang í Nakhon Ratchasima Taílenskur hermaður gengur nú berserksgang og hefur "drepið marga“ í og í kring um borgina Korat, norðaustur af Bangkok. Ekki er meira vitað að svo stöddu. 8. febrúar 2020 12:24