Segir kínverskt bóluefni verða komið á markað í lok árs Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 06:42 Yfirvöld í Kína hafa lagt mikið kapp á þróun bóluefnis við Covid-19. AP/Andy Wong Fjöldi þeirra sem staðfest er að smitast hafa af Covid-19 nálgast nú óðfluga 22 milljónir. Dauðsföll eru tæplega 775 þúsund. Víða um heim er mikið kapp lagt á þróun bóluefnis og óttast vísindamenn að verið sé að sneiða fram hjá öryggisferlum og þróunarstigum í þeirri vinnu. Liu Jingzhen, einn forsvarsmanna ríkisfyrirtækisins SinoPharm í Kína, sagði dagblaði Kommúnistaflokks Kína að bóluefni fyrirtækisins yrði komið í sölu í lok þessa árs, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Liu sagðist sjálfur hafa bólusett sig og fregnir hafa sömuleiðis borist af því að það hafi aðrir vísindamenn og embættismenn gert einnig. Yfirvöld í Rússlandi segja sömuleiðis að bóluefni sem þróað er að Gamaleya rannsóknarstofnuninni sé tilbúið til framleiðslu. Sjá einnig: Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Víða annars staðar í heiminum er verið að hefja umfangsmiklar tilraunir á bóluefnum þar sem vísindamenn munu sprauta tugi þúsunda í tilraunaskyni. Í Bretlandi hafa rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig til slíkra tilrauna en þó er þörf á fleirum. Samkvæmt New York Times eru átta bóluefni á því stigi þróunarvinnunnar. Flest þeirra bóluefna eru þróuð af kínverskum fyrirtækjum og stofnunum en frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Til marks um það á hve miklum hraða þessi þróunarvinna er, má benda á að það bóluefni sem á fljótasta þróunarferlið er bóluefnið við hettusótt sem varð tilbúið árið 1967 eftir fjögurra ára vinnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Fjöldi þeirra sem staðfest er að smitast hafa af Covid-19 nálgast nú óðfluga 22 milljónir. Dauðsföll eru tæplega 775 þúsund. Víða um heim er mikið kapp lagt á þróun bóluefnis og óttast vísindamenn að verið sé að sneiða fram hjá öryggisferlum og þróunarstigum í þeirri vinnu. Liu Jingzhen, einn forsvarsmanna ríkisfyrirtækisins SinoPharm í Kína, sagði dagblaði Kommúnistaflokks Kína að bóluefni fyrirtækisins yrði komið í sölu í lok þessa árs, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Liu sagðist sjálfur hafa bólusett sig og fregnir hafa sömuleiðis borist af því að það hafi aðrir vísindamenn og embættismenn gert einnig. Yfirvöld í Rússlandi segja sömuleiðis að bóluefni sem þróað er að Gamaleya rannsóknarstofnuninni sé tilbúið til framleiðslu. Sjá einnig: Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Víða annars staðar í heiminum er verið að hefja umfangsmiklar tilraunir á bóluefnum þar sem vísindamenn munu sprauta tugi þúsunda í tilraunaskyni. Í Bretlandi hafa rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig til slíkra tilrauna en þó er þörf á fleirum. Samkvæmt New York Times eru átta bóluefni á því stigi þróunarvinnunnar. Flest þeirra bóluefna eru þróuð af kínverskum fyrirtækjum og stofnunum en frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Til marks um það á hve miklum hraða þessi þróunarvinna er, má benda á að það bóluefni sem á fljótasta þróunarferlið er bóluefnið við hettusótt sem varð tilbúið árið 1967 eftir fjögurra ára vinnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira