Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:46 Þórólfur Guðnason segir Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm - aðsend Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira