Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:46 Þórólfur Guðnason segir Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm - aðsend Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira