„Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 10:34 Lukashenko þvertekur fyrir að halda nýjar kosningar. AP/Nikolai Petrov/BelTA Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent