Erlent

Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælendur í Minsk í gær.
Mótmælendur í Minsk í gær. AP/Sergei Grits

Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. Fólkið krefst afsagnar Alexanders Lukashenko sem fór með sigur af hólmi í umdeildum kosningum í landinu á dögunum en hann er sakaður um víðtækt kosningasvindl.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa hvatt fólk til að sitja heima í dag til að mótmæla kosningaúrslitunum og ofbeldi lögreglunnar í garð mótmælenda en um sjö þúsund manns hafa verið handtekin og margir hafa greint frá því að hafa verið pyntaðir í haldi lögreglu.

Lukashenko, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, segist hinsvegar ekki af baki dottinn og sendi út ákall til stuðningsmanna sinna og hvatti þá til að koma saman og verja sjálfstæði landsins. Samkomur stuðningsmanna hans hafa þó bliknað í samanburði við fjölda mótmælenda um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×