Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira