Gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 15:18 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27