Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 09:53 Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu. Skjáskot/YouTube Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20