Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 23:10 Fjöldi fólks hefur mótmæl Lúkasjenkó forseta síðustu daga. Dmitri Lovetsky)/AP Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15