Segir að fráfall Kobe Bryant hafi þjappað Lakers-liðinu meira saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Lið Los Angeles Lakers hefur ekki spilað leik sína að Kobe Bryant fórst í þyrluslysinu. Getty/ Andrew D. Bernstein Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira