Íbúar Wuhan lýsa upplifun sinni: „Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 12:15 Myndin er tekin fyrr í vikunni á tómum götum Wuhan-borgar. vísir/ap Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ferðabann hefur verið í gildi í kínversku borginni Wuhan síðan 23. janúar síðastliðinn til að hefta útbreiðslu nýju kórónaveirunnar sem talið er að eigi uppruna sinn í borginni. Fólk sem hefur reynt að yfirgefa borgina hefur verið sagt að fara aftur til baka til borgarinnar og þá vinna erlend ríki að því að koma ríkisborgurum sínum sem búsettir eru í Wuhan til heimalandsins. Að minnsta kosti 170 manns hafa látist vegna veirunnar, flestir í Hubei-héraðinu þar sem Wuhan er. Þá eru staðfest smit 7711. Veiran hefur nú breiðst út um allt meginland Kína sem og til sextán landa, svo staðfest sé. Breska blaðið Guardian heyrði í nokkrum íbúum Wuhan fyrr í vikunni þar sem þeir sögðu frá upplifun sinni af því að mega ekki fara frá borginni. „Í dag er sjötti dagurinn þar sem borgin er lokuð. Ég fór út í fyrsta skipti í dag í búðina því það var orðið of kæfandi að vera heima. Það er enginn úti við. Ég held að fólk fyrir utan borgina geti ekki skilið hvernig okkur líður, í þessari neikvæðni sem hefur verið síðustu daga. Mér líður betur í dag eftir að hafa farið út,“ segir Xiao Li í samtali við Guardian. Kvíðinn eykst dag frá degi Yvonne Griffiths, prófessor, kom til Wuhan fyrir um þremur vikum til að vinna. Hún segir kvíðann aukast dag frá degi. „Það sem við sjáum er að allir vegirnir eru auðir og það er mjög lítil umferð á því svæði þar sem við erum. Allir eru með andlitsgrímur. Við fengum okkur litlar, einfaldar grímur en svo höfum við heyrt að þær séu kannski ekki jafnöruggar og aðrar grímur,“ segir Griffiths. Þá rifjar Ms. Tian upp daginn þegar borginni var lokað í síðustu viku. „Á þeim tímapunkti var eldra fólki ráðlagt frá því að fara út. Ég á barn svo maðurinn minn fór út að versla. Við eigum núna nóg af birgðum fyrir þrjá til fimm daga en við erum ekki viss um hvernig aðstæðurnar eru úti. Á hverjum morgni, um leið og ég vakna, fer ég á netið til að athuga með að fá grænmeti sent heim. Svo virðist sem sú starfsemi sé í gangi eins og vanalega en það selst hratt upp. Klukkan tíu er allt uppselt.“ Mjög hrædd en reyna að vera hugrökk Joe Armitt, kennari frá Bretlandi sem starfar í Wuhan, vill komast aftur til heimalandsins. „Ég held að ég tali fyrir meirihluta þeirra Breta sem búa hér í Wuhan þegar ég segi að þetta eru ógnvekjandi aðstæður, mörg okkar eru mjög hrædd, en við reynum að vera hugrökk. Flest okkar eru samt hrædd og vilja komast aftur til Bretlands. Ég vil svo sannarlega komast aftur þangað,“ segir Joe. Hér fyrir neðan má sjá myndband Guardian í heild sinni þar sem rætt var um ástandið í Wuhan við íbúa borgarinnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira