„Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2020 20:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi. „Það var verið að fara yfir sviðsmyndir, rýna þær, og finna leiðir til að kanna betur hvað þær hefðu í för með sér. Þetta var góð umræða. Svo var farið yfir stöðuna eins og hún er nýjust,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Landrisið heldur áfram og ástæðan talin vera kvikuinnskot í jarðskorpunni á nokkurra kílómetra dýpi. „Ekki ofar en 3 til 4 kílómetrar, kannski svolítið neðar. Ef þetta er kvika þá séu komnar inn ein til tvær milljónir rúmmetra sem er ekkert voðalega mikið. En aðalatriðið er þetta, við vitum ekki til þess að svona sé algengur atburður á Reykjanesskaganum og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þess vegna erum við að vinna þetta á þeim nótum að þetta geti endað eins og gerðist á þrettándu öld að það verði þarna eldgos. Það er ekkert víst að það gerist. Þetta gæti hætt löngu áður, en við getum ekki gefið okkur slíkt. Þess vegna er unnið í því að allt sé tilbúið að takast á við þennan atburð þegar og ef hann gerist,“ segir Magnús Tumi. Á fundi ráðsins kom fram að skjálftavirknin dreifist á nokkrar sprungur norðan Grindavík. Þrír jarðskjálftamælar hafa bæst við rauntímavöktun Veðurstofunnar og tveir í viðbót bætast við á næstu dögum, sem bætir áreiðanleika í staðsetningu skjálfta. Fjölgun jarðskjálftamæla bætir einnig getu eftirlitskerfisins til að greina mögulegan gosóróa. Vísindamenn hafa margoft bent á að landrisið geti staðið yfir í talsverðan tíma án þess að það leiði til nokkurs goss. Magnús Tumi nefndi á íbúafundi í Grindavík að í 9 af hverjum 10 skiptum sem svona landris á sér stað endi það ekki með atburði. Nærtækt sé að líta til Öræfajökuls. Í nóvember árið 2017 var lýst yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í eldstöðinni sem stóðu yfir í eitt og hálft ár áður en óvissustiginu var aflýst. „Það er eitthvað í þeim dúr. Það eru ekki allir sammála hvort það séu 9 af hverjum 10 skiptum, en það er allavega í meirihluta tilfelli þá verður ekki eldgos,“ segir Magnús Tumi. Ef hraun tekur að flæða vestan megin við Þorbjörn þá sjá vísindamenn ekki ástæðu til að halda að það verðu lífshættulegt. Eignatjón gæti þó orðið talsvert. Á íbúafundinum í Grindavík í vikunni var Magnús Tumi spurður hvort óbyggilegt yrði á Reykjanesskaganum ef af þessu gosi verður. „Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum. Gos stendur yfir í nokkra daga og svo er það búið. Auðvitað fylgir því gasmengun og það er ekki gaman á meðan því stendur, að búa nálægt því. Sennilega myndi fólk ekki vera í Grindavík á meðan því stæði. En síðan þegar svona atburður lýkur þá bara heldur það áfram. Við höfum dæmi í Vestmannaeyjum sem var mjög alvarlegt, það gaus inni í bænum, en um leið og gosið var hætt var farið í það að hreinsa til og fólk flutti aftur. Reyndar myndum við ekki búast við öskufalli eða slíku þarna. Þetta ætti ekki að gera Reykjanesskagann óbyggilegan, ef við horfum á gos síðustu 1000 ára þá koma gos á nokkurra áratuga fresti, stendur hvert í einhverja daga eða vikur. Ég held að miðað við reynsluna annars staðar geti fólk búið við slíkt, það gerir fólk við Etnu, það gerir fólk í Havaí og það gerir fólk í Mývatnssveit.“ Hann segir skjálftavirkni enn svipaða á svæðinu, hún sveiflast til á milli daga en engin breyting hefur orðið þar sem vert sé að túlka. Hann segir að breytingarnar á landrisi og skjálftavirkni þurfi að verða umtalsvert meiri áður en viðbúnaðarstig verður endurmetið. „Þessir atburðir geta haldið áfram í töluverðan tíma án þess að það gerist neitt meira. Spurningin er sú, verður þetta landris þarna í svolítinn tíma sem síðan hættir, eða fer af stað einhverskonar gliðnunarhrina eins og í Kröflu. Ef það gerist, þá erum við að tala um meiri atburð. Þá getum við fengið sprungur á svæðinu sem geta valdið heilmiklum skemmdum á vegum og lögnum þó ekkert yrði gosið.“ Áfram er fylgst náið með svæðinu og staðan tekin með reglulega millibili svo hægt sé að verða við öllu búinn. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi. „Það var verið að fara yfir sviðsmyndir, rýna þær, og finna leiðir til að kanna betur hvað þær hefðu í för með sér. Þetta var góð umræða. Svo var farið yfir stöðuna eins og hún er nýjust,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Landrisið heldur áfram og ástæðan talin vera kvikuinnskot í jarðskorpunni á nokkurra kílómetra dýpi. „Ekki ofar en 3 til 4 kílómetrar, kannski svolítið neðar. Ef þetta er kvika þá séu komnar inn ein til tvær milljónir rúmmetra sem er ekkert voðalega mikið. En aðalatriðið er þetta, við vitum ekki til þess að svona sé algengur atburður á Reykjanesskaganum og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þess vegna erum við að vinna þetta á þeim nótum að þetta geti endað eins og gerðist á þrettándu öld að það verði þarna eldgos. Það er ekkert víst að það gerist. Þetta gæti hætt löngu áður, en við getum ekki gefið okkur slíkt. Þess vegna er unnið í því að allt sé tilbúið að takast á við þennan atburð þegar og ef hann gerist,“ segir Magnús Tumi. Á fundi ráðsins kom fram að skjálftavirknin dreifist á nokkrar sprungur norðan Grindavík. Þrír jarðskjálftamælar hafa bæst við rauntímavöktun Veðurstofunnar og tveir í viðbót bætast við á næstu dögum, sem bætir áreiðanleika í staðsetningu skjálfta. Fjölgun jarðskjálftamæla bætir einnig getu eftirlitskerfisins til að greina mögulegan gosóróa. Vísindamenn hafa margoft bent á að landrisið geti staðið yfir í talsverðan tíma án þess að það leiði til nokkurs goss. Magnús Tumi nefndi á íbúafundi í Grindavík að í 9 af hverjum 10 skiptum sem svona landris á sér stað endi það ekki með atburði. Nærtækt sé að líta til Öræfajökuls. Í nóvember árið 2017 var lýst yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í eldstöðinni sem stóðu yfir í eitt og hálft ár áður en óvissustiginu var aflýst. „Það er eitthvað í þeim dúr. Það eru ekki allir sammála hvort það séu 9 af hverjum 10 skiptum, en það er allavega í meirihluta tilfelli þá verður ekki eldgos,“ segir Magnús Tumi. Ef hraun tekur að flæða vestan megin við Þorbjörn þá sjá vísindamenn ekki ástæðu til að halda að það verðu lífshættulegt. Eignatjón gæti þó orðið talsvert. Á íbúafundinum í Grindavík í vikunni var Magnús Tumi spurður hvort óbyggilegt yrði á Reykjanesskaganum ef af þessu gosi verður. „Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum. Gos stendur yfir í nokkra daga og svo er það búið. Auðvitað fylgir því gasmengun og það er ekki gaman á meðan því stendur, að búa nálægt því. Sennilega myndi fólk ekki vera í Grindavík á meðan því stæði. En síðan þegar svona atburður lýkur þá bara heldur það áfram. Við höfum dæmi í Vestmannaeyjum sem var mjög alvarlegt, það gaus inni í bænum, en um leið og gosið var hætt var farið í það að hreinsa til og fólk flutti aftur. Reyndar myndum við ekki búast við öskufalli eða slíku þarna. Þetta ætti ekki að gera Reykjanesskagann óbyggilegan, ef við horfum á gos síðustu 1000 ára þá koma gos á nokkurra áratuga fresti, stendur hvert í einhverja daga eða vikur. Ég held að miðað við reynsluna annars staðar geti fólk búið við slíkt, það gerir fólk við Etnu, það gerir fólk í Havaí og það gerir fólk í Mývatnssveit.“ Hann segir skjálftavirkni enn svipaða á svæðinu, hún sveiflast til á milli daga en engin breyting hefur orðið þar sem vert sé að túlka. Hann segir að breytingarnar á landrisi og skjálftavirkni þurfi að verða umtalsvert meiri áður en viðbúnaðarstig verður endurmetið. „Þessir atburðir geta haldið áfram í töluverðan tíma án þess að það gerist neitt meira. Spurningin er sú, verður þetta landris þarna í svolítinn tíma sem síðan hættir, eða fer af stað einhverskonar gliðnunarhrina eins og í Kröflu. Ef það gerist, þá erum við að tala um meiri atburð. Þá getum við fengið sprungur á svæðinu sem geta valdið heilmiklum skemmdum á vegum og lögnum þó ekkert yrði gosið.“ Áfram er fylgst náið með svæðinu og staðan tekin með reglulega millibili svo hægt sé að verða við öllu búinn.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira