Trae Young magnaður í nótt: „Ég er að verða betri á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 07:30 Trae Young er að verða einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar. Getty/Scott Cunningham/ Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020 NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Tímabilið verður alltaf betra og betra fyrir stjörnubakvörðinn Trae Young í NBA-deildinni í körfubolta en verra og verra fyrir Golden State Warriors. Trae Young var kosinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar á dögunum og í nótt sýndi hann af hverju. Trae Young var með 39 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann 127-117 sigur á sterku liði Philadelphia 76ers. „Mér fannst ég þurfa að sanna mig aðeins,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Trae Young fékk líka nokkra athygli á sig eftir að sagt var frá því að hann hafi verið uppáhaldsleikmaður Gigi Bryant, dóttur Kobe Bryant sem fórst með pabba sínum í þyrluslysinu. Trae Young goes off for 29 PTS, 11 AST in the 1st half. The @ATLHawks lead the @sixers 74-67 at halftime. pic.twitter.com/01ZO5wRggq— NBA (@NBA) January 31, 2020 „Ég held að mér hafi tekist að spila nokkuð vel í kvöld frá upphafi til enda. Ég er að verða betri á hverjum degi,“ sagði Trae Young. Hann er nú í þriðja sæti í stigaskori í deildinni með 29,4 stig í leik og í öðru sæti í stoðsendingum á eftir LeBron James með 9,2 slíkar í leik. Ben Simmons skoraði 31 stig fyrir 76ers og Joel Embiid var með 21 stig og 14 fráköst. Shake Milton skoraði 27 stig. Hjá Atlanta var John Collins með 17 stig og 20 fráköst. Gordon Hayward skoraði 25 stig þegar Boston Celtics vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Marcus Smart var með 17 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik í fimmta sigri Boston í síðustu sex leikjum. Jayson Tatum kom aftur inn í lið Boston eftir þriggja leikja fjarveru vegna nárameiðsla og var með 20 stig á 24 mínútum. D’Angelo Russell var atkvæðamestur hjá Golden State liðinu með 22 stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð og 39. tapleikur liðsins á tímabilinu. Liðið hefur aðeins unnið tíu. Denver Nuggets vann 106-100 sigur á Utah Jazz í uppgjöri tveggja liða í toppbaráttu Vesturdeildarinnar sem voru með jafnmarga sigra fyrir leikinn. Nikola Jokic var með 28 stig og 10 stoðsendingar í leiknum en það dugði ekki Utah að Jordan Clarkson kom með 37 stig inn af bekknum. Paul George skoraði aðeins 8 stig og Kawhi Leonard kom ekkert inn á völlinn þegar Los Angeles Clippers tapaði á móti Sacramento Kings, 124-103, á heimavelli sínum í Staples Center. De'Aaron Fox skoraði 34 stig fyrir Sacramento. Jayson Tatum (20 PTS) with the fake, foot-work, and floater on TNT. pic.twitter.com/PoRB0AfnAF— NBA (@NBA) January 31, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Golden State Warriors 119-104 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 127-117 Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 109-115 Washington Wizards - Charlotte Hornets 121-107 Denver Nuggets - Utah Jazz 106-100 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 103-124 Narrated by Paul George, the LA Clippers pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/EkSamRXIii— NBA (@NBA) January 31, 2020 The Boston Celtics pay tribute to Kobe Bryant, his daughter Gianna, and all of the lives lost on Sunday. pic.twitter.com/RTdw7ws6oo— NBA (@NBA) January 31, 2020
NBA Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum