Stigaskorið fer í 0-0 eftir annan og þriðja leikhluta í Stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 11:00 Kobe Bryant og Michael Jordan í Stjörnuleiknum 2003. Getty/Andrew D. Bernstein NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira