Innlent

„Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson vísir/vilhelm

Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur.“

Greinin hefst á þeim orðum að þetta sé saga um hrossamakríl og hákarla en hákarlarnir í sögunni séu reyndar ekki þeir sem synda um í sjónum heldur hópur háttsettra embættismanna og viðskiptajöfra í Namibíu.

Jóhannes var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá félögum Samherja í Namibíu en lak fjölda gagna til Wikileaks eftir að hann lauk störfum.

Gögnin virðast sýna fram á lögbrot Samherja í landinu, meðal annars mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta.

Mail & Guardian fjallar um Jóhannes og ævi hans og ræðir einnig við Jóhannes.

„Ég nota mörg dulnefni,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi áhyggjur af tölvum, símum og innbrotum. Hann hafi ýtt óvininum of langt.

Jóhannes býr hér á landi en segir við Mail & Guardian að hann fari ekki mikið út á meðal fólk af ótta við að hann þekkist.

Hann reyni að einbeita sér að því að vera einn og hafa enga veika hlekki í lífi sínu því þá gætu þeir sem standa honum næst liðið þjáningar.

Grein Mail & Guardian má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×