„Þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn“ Sóley Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2020 21:30 Vala og Siggi sigurvegarar Allir geta dansað. Vísir/M. Flóvent Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Vala Eiríks og Siggi eru sigurvegarar í Allir geta dansað. Þau voru orðlaus þegar úrslitin voru tilkynnt. „Ég er svo þakklát fyrir þetta og þetta er fyrsti bikarinn sem ég nokkurn tímann vinn!" segir Vala og bætir við: „Ég ætla að sofa með bikarinn uppi í rúmi." Stefán Árni Pálsson var í Glimmerhöllinni og gerði upp þáttinn. Dómararnir voru í skýjunum með frammistöðu þeirra í kvöld. „Algjörlega magnað Quickstep" sagði Karen. „Að ná þessum hraða er mjög erfitt, snerpan er flott og vel samsett. Súper!" Jóhann var á sama máli. „Gaman að sjá svona fallegan og vel unnin Quickstep og þetta dásamlega bros". „Flottasta atriðið í þessum tveimur seríum sem ég hef horft á. Þið eruð svo nákvæm og það er að skila sér. Öll umgjörð geggjuð. Bravó!" sagði Selma í lokin. Fyrri dans þeirra Völu og Sigga má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri dansinn sem þau dönsuðu var Quickstep og sá seinni var Paso Doble sem þau dönsuðu í fimmta þætti. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga í kvöld. Þau fengu 10 frá öllum dómurunum í báðum sínum dönsum. Einkunnir dómara giltu þó ekkert í kvöld og var það símakosningin sem réði úrslitum. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein. Ljósið sinnir einnig aðstandendum þeirra. Um 450 einstaklingar eru í endurhæfingu hjá Ljósinu í hverjum mánuði. Vegna aukinnar aðsóknar eru þau að stækka húsnæðið til að fá betri aðstöðu. Annarri seríu af Allir geta dansað er hér með lokið með sigri Völu Eiríks og Sigga. Vísir var í Glimmerhöllinni og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira