Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2020 12:06 Mál systranna hefur vakið mikla athygli og er sagt vera skýrt dæmi um erfiða stöðu þeirra kvenna sem búa við heimilisofbeldi. Vísir/Getty Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Verjendur þriggja rússneskra systra sem drápu föður sinn segja líklegt að ákæruvaldið muni breyta morðákæru í að um „nauðsynlega sjálfsvörn“ hafi verið að ræða. Ákvörðun saksóknara gæti leitt til þess að málið á hendur Khachaturyan-systrunum verði fellt niður. BBC segir frá þessu. Khachaturyan-systurnar stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og víðar, þar sem margir Rússar hafa hvatt til þess að málið verði fellt niður. Ekki hafi verið um einangrað tilvik varðandi ofbeldi föðurins að ræða og fá úrræði hafi verið í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. BBC segir frá því að rúmlega 350 þúsund manns hafi skrifað undir plagg til stuðnings systrunum og hefur málið mikið verið til umræðu í tengslum við lagabreytingar er varða viðurlög vegna heimilisofbeldis. Er búist við að hert löggjöf taki gildi í Rússlandi síðar á þessu ári. Krestina, Angelina og Maria Khachaturyan hafa átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins. Verjandi systranna segir þær nú dvelja á ólíkum stöðum, vera frjálsar ferða sinna, en að þeim sé meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Tengdar fréttir Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19 Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Rússneskar systur grunaðar um morð á ofbeldisfullum föður Khachaturyan-systurnar hafa játað verknaðinn. 3. ágúst 2018 15:19
Hundruð þúsunda styðja systur sem myrtu ofbeldisfullan föður sinn Réttarhöld standa nú yfir í máli rússnesku systranna Krestinu, Angelinu og Mariu Khachaturyan sem myrtu 57 ára gamlan föður sinn síðasta sumar. 11. júlí 2019 21:47