Hélt 23 börnum í gíslingu eftir að hafa boðið þeim í „afmælisveislu“ Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 14:06 Lögreglustöðin í Farrukhabad. Vísir/Getty Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu. Indland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu.
Indland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“