Wuhan-veiran dreifist hratt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 07:09 Ökumaður vespu í Wuhan með grímu fyrir vitunum. Talið er að veira eigin upptök sín í borginni. Getty/Stringer Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28