Erlent

Mor­a­les kynnti eftir­mann sinn

Luis Arce.
Luis Arce. epa

Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur sagt að Luis Arce, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins, verði einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í maí.

„Hann er blanda af stórborg og landsbyggð og rétti maðurinn til að halda áfram breytingarferlinu,“ segir Morales. „Bændahreyfing okkar útilokar ekki fólk og jaðarsetur ekki fólk.“

Bráðabirgðastjórn Bólivíu hefur bannað Morales að bjóða sig fram í kosningunum og gefið út handtökuskipun á hendur honum, myndi hann snúa aftur til landsins.

Morales flúði til Mexíkó eftir að hann sagði af sér nóvember síðastliðinn. Hann hrökklaðist úr embætti í kjölfar ásakana um kosningasvindl.

Arce mun njóta stuðnings sósíalistaflokksins Mas í kosningunum, en fyrrverandi utanríkisráðherrann David Choquehuanca verður varaforsetaefni Arce.

Morales gegndi embætti forseta Bólivíu á árunum 2006 til 2019.


Tengdar fréttir

Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna

Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×