Kyrkti sléttuúlf sem réðst á barn hans Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 09:53 Ian O'Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn. Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Bandarískur maður hefur verið hylltur fyrir að kyrkja óðan sléttuúlf með berum höndum. Það gerði hann eftir að dýrið réðst á barn hans, þar sem hann var í göngutúr með fjölskyldu sinni. Lögreglan í Kensington í New Hampshire í Bandaríkjunum fékk á mánudagsmorgun tilkynningu um að sléttuúlfur hefði reynt að ráðast á fólk í bíl. Skömmu seinna barst önnur tilkynning þar sem sami sléttuúlfur réðst að konu fyrir utan heimili hennar. Dýrið rak tvo hunda hennar á brott og reyndi að komast inn í hús konunnar. Þegar hún reyndi að halda sléttuúlfinum úti beit hann hana og fór svo á brott. Tveimur tímum seinna, eða um klukkan ellefu, barst svo þriðja tilkynningin. Þá hafði sléttuúlfur ráðist á fjölskyldu í göngutúr. Ian O‘Reilly var á göngu með eiginkonu sinni og þremur börnum þegar sléttuúlfurinn beit í jakka tveggja ára sonar hans og reif hann í jörðina. Foreldrarnir reyndu að reka dýrið á brott en án árangurs. Að ending tókst O‘Reilly að ná sléttuúlfinum niður í jörðina og kyrkti hann dýrið með berum höndum. O‘Reilly sagði frá atvikinu í viðtali við WMUR9. O‘Reilly sagði eðlishvötina hafa tekið völdin. Það hafi verið ljóst að dýrið myndi ekki hörfa. Að endingu var sléttuúlfurinn dauður en dýrið beit O‘Reilly í handlegginn og í bringuna. Það tók um tíu mínútur að kyrkja dýrið og O‘Reilly segir leiðinlegt hvað það hafi tekið langan tíma. Drenginn sakaði ekki. Hræið var fært til rannsóknar svo hægt væri að sannreyna hvort það sléttuúlfurinn væri með hundaæði. Bæði konan sem dýrið beit og O‘Reilly hafa þegar fengið fyrsta skammt mótefnis gegn hundaæði. Líklegast þykir að um sama dýrið sé að ræða í öllum þremur tilfellum en það hefur ekki verið staðfest. Í frétt Washington Post segir að sjaldgæft sé að menn komist í tæri við sléttuúlfa. Þeir séu að mestu á ferli á nóttinni og forðist menn.
Bandaríkin Dýr Tengdar fréttir Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41 Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Fjallaljónið sem hlaupari kyrkti var munaðarlaus hvolpur Krufning leiddi í ljós að fjallaljónið var fjögurra til fimm mánaða gamalt. Hlaupari drap það með því að stíga á hálsinn á því. 3. mars 2019 07:41
Hlaupari kyrkti fjallaljón Maðurinn hlaut alvarleg sár á andliti og höndum en á einhvern hátt tókst honum að verja sig og kyrkja fjallaljónið, sem var þó ungt og karlkyns. 6. febrúar 2019 08:47