Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:08 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október árið 2018. Norska lögreglan Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36