Ræktum meira grænmeti á Íslandi! Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2020 14:00 Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðyrkja Landbúnaður Vegan Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skapast hefur hefð fyrir því að halda málþing í Veganúar um hin ýmsu málefni tengd veganisma. Að þessu sinni verður fjallað um stöðu grænmetisræktar á Íslandi með tilliti til sjálfbærni og nýsköpunar. Málefnið varðar ekki einungis hagsmuni grænkera, heldur samfélagsins í heild. Grænmeti er hollt fyrir fólk og mikilvægt er að efla grænmetisrækt á landinu. Embætti Landlæknis hefur hvatt til þess að fólk í landinu borði meira grænmeti og allar helstu alþjóðastofnanir á sviði heilsu og næringar mæla með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis til að sporna við lífstílssjúkdómum. Með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, matvælaöryggis og heilsufars fólks í landinu þá ættum við sannarlega að vera að spá í þessum málum. Ef við viljum stuðla að sjálfbæru samfélagi, þá viljum við auðvitað geta fengið sem flest matvæli úr nærumhverfinu. Þótt margt sé nú þegar vel gert þá getum við á Íslandi gert margt betur þegar kemur að grænmetisrækt. Ein af dýrmætustu auðlindum okkar er jarðvarminn og hann mætti mögulega nota meira til grænmetisræktar meira en þegar er gert. Þá er mikilvægt að skoða hvort ekki sé hægt að leyfa grænmetisræktendum að njóta sambærilegra afsláttarkjara af rafmagni og stóriðjan fær. Á Íslandi er einna helst stutt við framleiðslu þrennskonar grænmetis á Íslandi; papriku, gúrku og tómatarækt. Ef það væri eina grænmetið sem ég borðaði þá er nokkuð ljóst að máltíðirnar mínar væru langt frá því að vera girnilegar og hvað þá næringarríkar. Það eru sannarlega til fleiri hollar tegundir grænmetis sem auðvelt er að rækta hér á landi. Er ekki kominn tími til þess að taka loksins skrefið og stuðla að almennt aukinni grænmetisrækt á Íslandi? Í miklu meira magni og óháð tegundum? Eftirspurn grænkerafæðis hefur aukist gífurlega ef marka má breytingar á vöruúrvali í matvörubúðum á Íslandi síðastliðin ár. Nýsköpun á sviðinu hefur verið töluverð erlendis. Á þessu sviði eru fólgin mikil tækifæri í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, sem íslenskir matvælaframleiðendur eru margir hverjir farnir að átta sig á – og vonandi fjölgar þeim enn meir. Til þess að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn efna Samtök grænkera á Íslandi og Landvernd til málþings sem fer fram á Hallveigarstöðum á morgun, fimmtudag kl. 20:00. Höfum við fengið ýmsa sérfræðinga með okkur í þeim tilgangi að öðlast góða yfirsýn á málaflokkinn og hvað mætti betur fara. Á málþinginu fá gestir að heyra reynslusögur grænmetisbænda, sýn ráðuneyta, Landverndar og Samtaka grænkera á málaflokkinn ásamt stefnu ólíkra stjórnmálaflokka. Ég hvet áhugasama til að mæta. Vonandi verður málþingið til þess að skapa meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og meðstjórnandi í Samtökum grænkera.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun