Dwight Howard vill fá hjálp frá Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 15:45 Dwight Howard og Kobe Bryant léku saman en náðu ekki saman. Getty/ Andrew D. Bernstein Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Dwight Howard er kominn aftur til Los Angeles Lakers og er að gera fína hluti af bekknum. Hann ætlar líka að koma sér aðeins í sviðsljósið á Stjörnuhelginni í Chicago með því að taka aftur þátt í troðslukeppninni. Dwight Howard vann troðslukeppni Stjörnuhelgarinnar fyrir tólf árum og þá í gervi Súperman. Dwight Howard var þá ein allra stærsta stjarna deildarinnar en eftir árin með Orlando Magic tók við ekki alveg eins góðir tímar hjá kappanum. Dwight Howard says he wants to get Kobe to be part of his dunk contest performance He hasn't asked him yet because he wants Lakers fans to back the idea first pic.twitter.com/L0SFp2sCaC— Bleacher Report (@BleacherReport) January 23, 2020 Dwight Howard fór meðal annars til Los Angeles Lakers árið 2012 en sambúðin við hinn einbeitta Kobe Bryant gekk illa hjá hinum léttlynda og kærulausa miðherja og Lakers liðið datt úr í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mikið var gert úr ósætti Dwight Howard og Kobe Bryant. Howard flakkaði mikið á næstu árum og spilaði með Houston Rockets, Atlanta Hawks, Charlotte Hornets og Washington Wizards. Nú hefur Dwight Howard aftur á móti fengið annað tækifæri hjá Lakers og nú við hlið þeirra LeBron James og Anthony Davis. Samkvæmt heimildum Bill Oram á The Athletic þá er Dwight Howard að reyna að fá Kobe Bryant til að hjálpa sér í troðslukeppninni í Chicago. Það fylgir ekki sögunni hvað Kobe eigi að gera eða hvort að hann hafi einhvern áhuga á því. Dwight Howard vill fá hjálp stuðningsmanna Lakers til að pressa á Kobe að verða við þessari beiðni hans. New story: The NBA didn’t ask Dwight to be in the dunk contest, he asked them. And now he wants Lakers fans to ask Kobe to help him out in Chicago https://t.co/5NqgFn79KV— Dave McMenamin (@mcten) January 23, 2020 Það er hins vegar að ljóst að ef „óvinirnir“ Dwight Howard og Kobe Bryant vinna saman þá er Dwight Howard orðinn mjög sigurstranglegur í troðslukeppninni í ár. Dwight Howard er með 7,7 stig, 7,6 fráköst og 1,4 varið skot að meðaltali á 19,9 mínútum með Lakers liðinu í vetur auk þess að hitta úr 73 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira