Erlent

Tvö börn létust í rútu­slysi í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.
Rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt. AP

Tvö börn hið minnsta eru látin og um tuttugu slösuðust eftir að skólarúta fór út af veginum nærri bænum Berka í Þýringalandi í Þýskalandi, ekki langt frá Eisenach, í morgun.

Slysið verð í morgunumferðinni, klukkan 7:30 að staðartíma þar sem verið var að sækja börn á leið í skólann.

Í þýskum fjölmiðlum segir að það hafi bæði verið mikil hálka á veginum og þoka. Missti rútubílstjórinn stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×