Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 11:59 Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. AP/Aleksey Nikolskyi Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. Umræðan um stjórnarskrárbreytingarnar tók tvær klukkustundir. Allir 432 þingmenn Dúmunnar greiddu atkvæði með breytingunum, sem sérfræðingar segja ætlað að tryggja að Pútín haldi völdum sínum eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Ekki er liðin vika frá því að Pútín setti hugmyndina fyrst fram og sagði hann þeim ætlað að styrkja lýðræði Rússlands. Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999 og mest allan tímann sem forseti. Eftir tvö kjörtímabil sem forseti frá 2000 til 2008 varð Dmitry Medvedev forseti og Pútín forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands meinar forsetum að sitja meira en tvö kjörtímabil samfleytt. Eftir 2012 settist Pútín aftur í embætti forseta og var kjörtímabilið lent úr fjórum árum í sex. Medvedev var forsætisráðherra, þar til í síðustu viku. Breytingarnar sem Pútín hefur lagt til fela meðal annars í sér að völd ríkisráðs Rússlands verði aukin til muna. Þar sitja ríkisstjórnar og aðrir embættismenn og samkvæmt tillögunum á ráðið að ákveða stefnumál Rússlands varðandi bæði utanríkismál og innanríkismál. Hlutverk ráðsins verður þó ítrekað frekar í öðrum lögum. Einnig eigi þingið að geta skipað forsætisráðherra og aðra ráðherra og breytingar fela þar að auki í sér að lög Rússlands séu æðri alþjóðalögum. Þar sem forseti má ekki sitja í embætti lengur en tvö kjörtímabil telja sérfræðingar að Pútín ætli sér mögulega að taka við stjórn ríkisráðsins og stjórna Rússlandi þannig áfram. Stjórnarskrárbreytingarnar fela einnig í sér að forsetum verði alfarið meinað að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil, samfleytt eða ekki. Áætlað er að seinni umræðan fari fram þann 11. febrúar. Þingmenn og sérstök nefnd sem Pútín skipaði, hafa þegar stungið upp á ýmsum viðbótum við frumvarpsdrögin sem samþykkt voru í morgun.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent