Júlían J.K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins ætlaði að keppa á Reykjavíkurleikunum en vegna smávægilegra meiðsla ákvað hann að hvíla.
Á blaðamannafundi Reykjavíkurleikanna fengu menn að reyna að lyfta 405 og hálfu kílógrammi en það er sú þyngd sem hann lyfti þegar hann vann gullið í réttstöðulyftu á HM í Dúbaí í nóvember.
Arnar Björnsson var einn þeirra sem reyndi við lóðin í Laugardalshöll í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá viðtal við íþróttamann ársins.
Sport