Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 16:28 Gústaf Adolf Hjaltason hefur komið að skipulagningu Reykjavíkurleikanna frá upphafi. Vísir/Sigurjón Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Þrettándu Reykjavíkurleikarnir í íþróttum hófust í dag. Um eitt þúsund erlendir keppendur koma til landsins en keppt verður í 23 greinum. Gústaf Adolf Hjaltason fer fyrir framkvæmdanefndinni en hann lagði grunninn að þessum leikum fyrir 15 árum. Arnar Björnsson ræddi við hann í dag. „Ég byrjaði á þessu með sundmóti þegar nýja Laugardalslaugin opnaði í janúar árið 2005. Þá ákváðum við það að byrja með stórt og mikið alþjóðasundmót. Árið 2008 þá hófum við síðan þessa vegferð og frá því að vera sjö greinar þá þá erum við komin upp í 23 greinar núna,“ sagði Gústaf Adolf Hjaltason. Á fyrstu Reykjavíkurleikunum var keppt í sjö greinum en keppnisgreinum hefur fjölgað ört. Nú koma um þúsund erlendir keppendur frá 40 löndum. Gústaf segir að núna komi íþróttamenn frá Indónesíu, Nýja Sjálandi og Jamaíka. Hversu mikil skipulagning er þetta og hvað koma margir að þessu móti. „Það eru hundruð einstaklinga sem koma að þessum mótshelgum. Einkunnarorð þessara leikja eru sjálfboðaliðinn því annar væri þetta ekki hægt. Við hefðum ekkert efni á því að borga öllu þessu fólki laun fyrir allt það sem þau eru að gera,“ sagði Gústaf Adolf. „Við erum með undirbúningsnefnd þar sem koma fulltrúar frá öllum greinum. Svo erum við með framkvæmdaráð sem hittist allt árið. Ég hef leitt þá vinnu alla tíð og vinn svo mikið með Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Það er hellings vinna sem fer fram allt árið þar. Við fundum reglulega og svo meira þegar nær dregur,“ sagði Gústaf Adolf. Gústaf Adolf veit um einn keppenda sem hefur tekið þátt í öllum þessum tólf Reykjavíkurleikjum til þessa. „Dóttir mín, Eygló Ósk Gústafsdóttir, byrjaði árið 2005 að keppa á sundmótinu hjá okkur og tók þar þátt fyrstu þrjú árin. Hún hefur síðan tekið þátt allar götur síðan og stefnir á það að taka þátt um helgin,“ sagði Gústaf Adolf. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Keppendur koma nú frá 40 löndum á Reykjavíkurleikana
Íþróttir Sportpakkinn Sund Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira