Dreng bjargað af læknum eftir að fiskur stakk hann í gegnum hálsinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 08:06 Einn læknanna sem bjargaði Idul sýnir blaðamönnum mynd af fiskinum. Wahidin Sudirohusodo sjúkrahúsið Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur. Dýr Indónesía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur.
Dýr Indónesía Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira