„Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2020 11:00 Vala Eiríks vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur. Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir segir að hún hafi komið sjálfri sér á óvart í keppninni Allir geta dansað. Vala hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hún er komin í ótrúlega gott dansform og kílóin fjúka í hverri viku. Hún vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur.Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er búið að vera jafn skemmtilegt og þetta er búið að vera erfitt. Sem er slatti.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég er rosa hrifin af snerpunni og kraftinum í Paso Doble, en ég held að Jive-inn sé að jafna Pasoinn um þessar mundir. Hann er bara svo kátur og skemmtilegur.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég held ég verði að segja Kill Bill Pasoinn, því hann gaf okkur tvær tíur. Ég elska tíur!“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það reynir ofboðslega á bæði líkama og sál að vera ì svona mikilli keyrslu. Æfa í fimm til sjö klukkutíma á dag, alla daga vikunnar, verandi líka ì fullri vinnu og öðrum verkefnum. En erfiðast þykir mér að eiga litla orku eftir að gefa kærastanum mínum, þegar ég klára á kvöldin.“ Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Að ég er aldeilis ekki jafn takmörkuð og ég hélt.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Hvað okkur hefur gengið vel. Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð.“ Vala Eiríksdóttir segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar andlega og líkamlega líðan.Vísir/Marínó Flóvent Hápunkturinn hingað til? „Tíurnar okkar og auðvitað allir vinirnir sem ég hef eignast í þessu ferli. Dansararnir, hinir keppendurnir og bara allt þetta stórkostlega fólk sem vinnur í kringum þáttinn à einn eða annan hátt.“ En lágpunkturinn? „Í lok hvers þáttar þegar einhverjir af vinum mínum eru sendir heim.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ofboðslega góð! Ég er orkumeiri, sef betur og drekk loksins nóg af vatni!“ En andlega líðan? „Yndisleg. Sjálfsöryggi mitt styrkist með hverjum deginum og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingu og á sett.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Ómetanlegan! Pabbi og mamma hafa aldrei verið jafn virk í deilingum á Facebook, systir mín stúderar með mér rútínur og stappar í mig stálinu þegar þarf, vinir mínir eru duglegastir að peppa og hvetja, yfirmaðurinn minn hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði og skilning og kærasti minn er búinn að vera stórkostlegur í gegnum þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Alveg 100 %“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Uuujá! Nùna er ég bara dansari og dansarar verða að dansa!“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hann er algjör demantur. Framúrskarandi kennari, ótrúlega fær í að setja saman atriði, mjög hvetjandi og svo er hann bara svo skemmtilegur líka!“ Hvernig hafa tengslin á milli þín og dansfélagans breyst á þessum vikum? „Við verðum auðvitað nánari með hverri vikunni, enda eyðum við rosalega miklum tíma saman. Mér er farið að þykja mjög vænt um Sigga og vil helst koma honum saman við einhverja vinkonu mína. Þær eru allavega nokkrar sem ég veit að væru vel til í það!“ Hvað dansið þið í kvöld? Jive. Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? „Þetta verður blóðugur bardagi.“ Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara TAKK fyrir alla ástina og stuðninginn. Hann er okkur svo dýrmætur.“ Allir geta dansað Tengdar fréttir Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30 Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30 Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir segir að hún hafi komið sjálfri sér á óvart í keppninni Allir geta dansað. Vala hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hún er komin í ótrúlega gott dansform og kílóin fjúka í hverri viku. Hún vonast til þess að geta komið dansfélaganum sínum, Sigurði Má, saman við einhverja vinkonu sína þegar keppninni lýkur.Hvernig hefur verið fyrir þig að taka þátt í Allir geta dansað? „Þetta er búið að vera jafn skemmtilegt og þetta er búið að vera erfitt. Sem er slatti.“ Hvaða danstegund er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? „Ég er rosa hrifin af snerpunni og kraftinum í Paso Doble, en ég held að Jive-inn sé að jafna Pasoinn um þessar mundir. Hann er bara svo kátur og skemmtilegur.“ Hvaða atriði er í uppáhaldi? „Ég held ég verði að segja Kill Bill Pasoinn, því hann gaf okkur tvær tíur. Ég elska tíur!“ Hvaða áskoranir hafa verið erfiðastar? „Það reynir ofboðslega á bæði líkama og sál að vera ì svona mikilli keyrslu. Æfa í fimm til sjö klukkutíma á dag, alla daga vikunnar, verandi líka ì fullri vinnu og öðrum verkefnum. En erfiðast þykir mér að eiga litla orku eftir að gefa kærastanum mínum, þegar ég klára á kvöldin.“ Hvað hefur þú lært af því að taka þátt í Allir geta dansað? „Að ég er aldeilis ekki jafn takmörkuð og ég hélt.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart? „Hvað okkur hefur gengið vel. Ég var alveg viðbúin því að vera glötuð.“ Vala Eiríksdóttir segir að dansinn hafi haft mikil áhrif á hennar andlega og líkamlega líðan.Vísir/Marínó Flóvent Hápunkturinn hingað til? „Tíurnar okkar og auðvitað allir vinirnir sem ég hef eignast í þessu ferli. Dansararnir, hinir keppendurnir og bara allt þetta stórkostlega fólk sem vinnur í kringum þáttinn à einn eða annan hátt.“ En lágpunkturinn? „Í lok hvers þáttar þegar einhverjir af vinum mínum eru sendir heim.“ Hvaða áhrif hefur dansinn haft á líkamlega líðan þína? „Ofboðslega góð! Ég er orkumeiri, sef betur og drekk loksins nóg af vatni!“ En andlega líðan? „Yndisleg. Sjálfsöryggi mitt styrkist með hverjum deginum og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingu og á sett.“ Hvernig stuðning hefur þú fengið frá fólkinu í kringum þig? „Ómetanlegan! Pabbi og mamma hafa aldrei verið jafn virk í deilingum á Facebook, systir mín stúderar með mér rútínur og stappar í mig stálinu þegar þarf, vinir mínir eru duglegastir að peppa og hvetja, yfirmaðurinn minn hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði og skilning og kærasti minn er búinn að vera stórkostlegur í gegnum þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.“ Hefur dansáhuginn „smitast“ í aðra fjölskyldumeðlimi eða vini? „Alveg 100 %“ Ætlar þú að halda áfram að dansa eftir þessa keppni? „Uuujá! Nùna er ég bara dansari og dansarar verða að dansa!“ Hvernig myndir þú lýsa dansfélaganum þínum? „Hann er algjör demantur. Framúrskarandi kennari, ótrúlega fær í að setja saman atriði, mjög hvetjandi og svo er hann bara svo skemmtilegur líka!“ Hvernig hafa tengslin á milli þín og dansfélagans breyst á þessum vikum? „Við verðum auðvitað nánari með hverri vikunni, enda eyðum við rosalega miklum tíma saman. Mér er farið að þykja mjög vænt um Sigga og vil helst koma honum saman við einhverja vinkonu mína. Þær eru allavega nokkrar sem ég veit að væru vel til í það!“ Hvað dansið þið í kvöld? Jive. Hvað máttu segja lesendum Vísis um atriðið ykkar? „Þetta verður blóðugur bardagi.“ Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram? „Bara TAKK fyrir alla ástina og stuðninginn. Hann er okkur svo dýrmætur.“
Allir geta dansað Tengdar fréttir Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30 Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30 Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. 17. desember 2019 13:30
Siggi strangur og smámunasamur en alltaf mjög góður við Völu Vala Eiríks og Sigurður dönsuðu Foxtrott við lagið You Should be Dancing með Bee Gees í síðasta þætti síðastliðin föstudagskvöld og var þátturinn í beinni útsendingu á Stöð 2 21. janúar 2020 13:30
Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2. 15. janúar 2020 13:30