Lífið

Crossfit-stjörnur og Jökull í Kaleo fylgdust með þegar túnfiskur var bútaður niður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Túnfiskur er mikið notaður í sushi.
Túnfiskur er mikið notaður í sushi.

Það var sannkölluð túnfiskveisla á Sushi Social síðastliðinn miðvikudag þegar kaítaímeistarinn Nobuyuki Tajiri mætti á staðinn með 180 kílóa bláuggatúnfisk með sér.

Boðsgestir fylgdust spenntir með þegar Tajiri bútaði fiskinn niður en hann naut aðstoðar CrossFit stjörnunnar Katrínar Tönju sem þurfti að hafa nokkuð fyrir því að skera í flykkið.

Á meðal annara gesta má nefna Jökul úr Kaleo, Annie Mist og Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson.

Túnfiskfestival stendur yfir á veitingastaðnum og geta gestir notið rétta af sérstökum túnfiskseðli fram á sunnudag.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.

kaítaímeistarinn Nobuyuki Tajiri mætti á staðinn með 180 kílóa bláuggatúnfisk.
Nokkuð margir létu sjá sig.
Siggi Hall, Katrín Tanja, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson fylgjast hér með.
Jökull Júlíusson með félögum sínum.
Kraftlyftingarkonan Arnhildur Anna, Annie Mist og tvær góðar vinkonur.
Tveir flottur
Katrín Tanja var með allt á hreinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×