Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 11:18 Önnur rútan valt á hliðina utan við veginn. Sautján ferðamenn voru í henni. Vísir/baldur Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“ Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. Fjöldahjálparstöð var opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem hlúð var að ferðamönnunum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir óvenjumörg hópslys hafa orðið í umdæminu í janúarmánuði. Suðurlandsvegi var lokað þegar óhappið varð á níunda tímanum. Rúturnar lentu út af veginum tæpan kílómetra austan við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi voru sendir á slysstað. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að strax hafi verið ljóst að ekki væri um alvarlegt atvik að ræða. „Önnur þeirra veltur, í henni eru sautján farþegar. Hin fer á hjólunum út fyrir veg og í henni er 21 farþegi. Við fáum strax tilkynningu um þetta og jafnframt tilkynningu um að það sé talið að það sé enginn meiddur í þessu.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Aðgerðastjórn var virkjuð á Selfossi þegar tilkynning barst um óhappið en hún lauk störfum á ellefta tímanum. Fjöldahjálparstöð var einnig opnuð í skamman tíma í Hellisheiðarvirkjun þar sem ferðamennirnir voru skoðaðir. Fólkið var svo sótt þangað og því ekið til Reykjavíkur. Oddur segir að enn sé ekkert staðfest varðandi tildrög óhappsins en slæmt veður er á vettvangi. „Það hefur svosem ekkert verið rætt um tildrögin eða frásögn ökumanna en veðursfarslegar ástæður hafa örugglega spilað þarna inn í.“ Ljóst er að mikið hefur mætt á lögreglu á Suðurlandi síðustu vikur en mörg umferðarslys, misalvarleg, hafa orðið í umdæminu frá áramótum. Oddur segir mánuðinn hafa verið óvenjuannasaman hjá lögreglu í þessum efnum. „Já, við höfum ekki fengið neitt sérstakt frí frá þessu í janúar og venjulega er þetta nú ekki daglega uppi á borði hjá okkur.“
Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Tengdar fréttir Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57