Erlent

Skaut for­eldra sína til bana og fjóra aðra fjöl­skyldu­með­limi í þýskum smá­bæ

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma í gær.
Tilkynning barst lögreglunni klukkan 12:45 að staðartíma í gær. Vísir/AP

26 ára karlmaður skaut sex fjölskyldumeðlimi sína til bana í gær í þýska smábænum Rot am See. Meðal hinna látnu eru báðir foreldrar hans.

Greint var frá því fyrst í gær að sex væru látin eftir skotárás í bænum og að þýska lögreglan hafi handtekið einn vegna málsins.

Sjá einnig: Sex látnir eftir skotárás í Þýskalandi

Hinn grunaði hringdi sjálfur í neyðarlínuna um hádegisleyti og sagðist hafa skotið fólk á veitingastað. Hann var síðar handtekinn fyrir utan bygginguna þar sem hann beið eftir lögreglu.

Lík þriggja karla og þriggja kvenna fundust inn á umræddum veitingastað. Fórnarlömbin eru sögð vera á aldrinum 36 til 69 samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Tvö önnur skyldmenni slösuðust í árásinni, þar af einn alvarlega. Lögreglan telur að morðin tengist fjölskylduerjum en enn er unnið að því að skýra tildrög árásarinnar.

Ekkert er sagt benda til þess að einhver annar hafi átt þátt í árásinni.

Íbúar Rot am See telja um 5.200 manns og er að finna milli Heidelberg og Nürnberg í suðvesturhluta Þýskalands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×