Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 19:29 Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Í samantekt dansanna, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Parið ræddi reynslu sína af þáttunum í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í morgun. Þau segjast hafa verið mjög sátt með atriði sitt í gær. Jón Eyþór segir dansinn sem Manuela skilaði í gær hafa verið ótrúlega góðan. „Dómarar sögðu að þetta væri langbesta atriðið sem við höfðum nokkurn tímann dansað í keppninni. En það vantaði samt greinilega eitthvað, hjá þeim til þess að verðlauna Manuelu, eða okkur, fyrir það. Ég veit ekki hvað það var sem vantaði,“ segir Jón Eyþór. Símanúmer Völu og Sigga birtist Barst þá talið að atvikinu sem annar þátttastjórnandanna, Auðunn Blöndal, minntist á í miðri símakosningu – að rangt númer hafi fyrir mistök birst á skjánum. Manuela hefur einnig rætt mistökin á samfélagsmiðlum í dag. Jón Eyþór segir það hafa verið mjög leiðinlegt. „Á undanúrslitakvöldi, á mikilvægasta punktinum í þættinum þá gerist það að þegar þau opna á símakosningu og rúlla atriðin þá kemur vitlaust númer og kemur símanúmerið hjá Völu [Eiríks] og Sigga [Sigurður Már Atlason] sem voru á undan okkur. Og nöfnin þeirra yfir okkar atriði,“ segir Jón. „Þeirra kom þá tvisvar. Okkar kom aldrei,“ segir Manuela þá. Þannig að það útskýrir kannski að einhverju leyti af hverju þið voruð þarna í botninum? „Það… Einmitt. Það er svoleiðis búið að rigna yfir okkur skilaboðum um að það hafi verið ruglingur og margir kosið vitlaust og svoleiðis,“ segir Jón Eyþór. „Það er eiginlega það sárasta í þessu. Af því að við vorum bæði í rauninni orðin mjög sátt með okkar árangur í keppninni, en við vildum fara út sanngjarnan hátt.“ Jón Eyþór segir að þau hefðu í raun verið sátt með að detta úr keppninni á þessum tímapunkti ef allt hefði verið eðlilegt, og allt rétt. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt.“ VÍSIR/M. FLÓVENT Í viðtalinu ræddu þau einnig að nú væru þau orðin eitthvað aðeins meira en dansfélagar. Rifjaði Jón Eyþór upp að þau hafi fyrst kynnst í þessu ferli, og nefnir svo í gamansömum tón að samfélagsmiðlastjarnan Manuela hafi ekki verið neitt svakalega ánægð með það að hann hafi ekki fylgt henni á Instagram áður en þau kynntust. Hann gekkst þó við að hafa á árum áður flett í gegnum auglýsingabæklinga þar sem finna mátti myndir af Manuela sem hefur lengi starfað sem fyrirsæta. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Allir geta dansað Bakaríið Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Cecilie tekur við af Auði Menning Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02