Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 18:13 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18