Martin Hermansson skoraði átján stig og var stigahæsti leikmaður vallarins er Alba Berlín vann HAKRO Merlins Crailsheim, 98-82, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.
Martin mætti í kvöld í búningi Los Angeles Lakers merktum Kobe Bryant, sem féll frá í gær.
Martin Hermannsson @hermannsson15 honouring the legacy of #Kobe prior @albaberlin’s against @cr_merlins@easyCreditBBL@tangramsportspic.twitter.com/GisXavLHk5
— Christos Lazarou (@ChristosLazarou) January 27, 2020
Alba lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik. Þeir voru 52-40 yfir í hálfleik og misstu aldrei tökin á leiknum. Lokatölur svo 98-82.
Ásamt því að skora stigin átján tók Martin tvö fráköst og gaf fjórar stoðesndingar en hann var stigahæsti leikmaður vallarins, ásamt Jeremy Morgan leikmanni HAKRO.
Alba er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 22 stig.