Hugur Ármanns hjá vinabænum Wuhan Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 09:39 Ómar Stefánsson, Liam Peng og Gunnar I. Birgisson ásamt öðrum fulltrúm Kópavogs og Wuhan við undirritunina árið 2007. Kópavogsbær Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“ Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“
Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20