Engin forstjóraskrifstofa lengur á Landspítalanum Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:00 Ásta Bjarnadóttir mannauðstjóri LSH segir ekki jafnræði meðal starfsmanna í vinnuaðstöðu í dag en það muni breytast mikið þegar verkefnamiðuð vinnuaðstaða verður innleidd í nýju húsnæði spítalans. Vísir/Vilhelm Landspítalinn háskólasjúkrahús, LSH, er langfjölmennasti vinnustaður ríkisins en þar starfa um sex þúsund starfsmenn. Spítalinn stefnir á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu í nýju húsnæði og hefur þegar tekið upp það form í Skaftahlíð þar sem stjórnendur og fleiri starfsmenn hafa aðstöðu. Hönnun nýs spítala tekur meðal annars mið af þessari framtíðarsýn. Ásta Bjarnadóttir mannauðstjóri LSH segir að spítalinn hafi mótað sér stefnu um verkefnamiðað vinnurými sem er ólíkt opnum vinnurýmum að því leytinu til að starfsfólk hefur val um rými. Þannig mun vinnuaðstöðu vera skipt upp í teymisrými, næðisrými og svo afdrep auk bókanlegra fundarherbergja. Enginn starfsmaður verður með sitt fast borð eða rými og því verða öll borð hrein að kvöldi. En eiga verkefnamiðuð vinnurými við alla starfsmenn spítalans? „Margt af okkar starfsfólki vinnur í klínískum meðferðar- og rannsóknarýmum mest allan daginn, en þarf síðan að vinna skrifborðs- og tölvuvinnu þar á móti. Stefnunni er ætlað að eiga við um þessa hópa að því leyti, en hún nær ekki yfir sjálfa klínísku vinnurýmin, enda eru þar önnur hönnunarsjónarmið sem eru leiðandi. Einnig á stefnan við um þá starfsmannahópa sem vinna lungann af sinni vinnu við skrifborð og tölvur.“ Ásta segir nokkuð flókið að innleiða stefnuna alls staðar enda eru starfsmenn nú til húsa í um 100 ólíkum húsum. Þá eru sumar einingar með afar takmarkað pláss fyrir skrifborðs- eða tölvuvinnurými. „Það er ekki einfalt mál að innleiða stefnuna alls staðar því við erum í dag í um 100 ólíkum húsum, og skipulag og fyrirkomulag vinnunnar hjá ólíkum hópum er bæði breytilegt og ólíkt. Nýbyggingin sem nú er í byggingu við Hringbraut, meðferðarkjarninn, er einkum meðferðarrými og þar er lítið um skrifborðs- eða tölvuvinnurými. Þó segir í stefnunni að leitast verði við að fylgja þessum viðmiðum í nýbyggingunum, þar sem því verður við komið. Leiðarljós vinnurýmastefnunnar eru: Jafnræði, hagkvæmni og sveigjanleiki. Í því felst að hún á við um alla og miðar að því að vinnurýmin verði hagkvæm og sveigjanleg. Stefnan nær yfir rými eða aðstöðu þar sem unnin er skrifborðs- og/eða tölvuvinna, og stór hluti starfsmanna vinna ekki þannig vinnu nema að litlu leyti, en nánast allir þurfa samt einhvern hluta af tímanum að sitja við skrifborð og tölvu, til dæmis þegar þau þurfa að kynna sér fræðsluefni, yfirfara tímaskráninguna sína, skrá gögn eða atvik, eða svara könnun.“ Framtíðarsýn LSH er verkefnamiðuð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk í nýjum húsakynnum spítalans sem nú er verið að vinna að.Vísir/Vilhelm Við teljum það í raun ábyrga afstöðu gagnvart umhverfismálum að nýta allt húsnæði vel, og að hafa ekki einkarými sem jafnvel standa auð stóran hluta dagsins. Hvað með sérhæft starfsfólk eins og lækna og hjúkrunarfræðinga? „Eins og staðan er í dag þá ríkir ekki jafnræði milli starfsmanna varðandi þau skrifborðs- og tölvurými sem þau hafa aðgang að. Margir sérfræðilæknar hafa aðgang að einkaskrifstofum, en almennt hafa til dæmis hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar ekki aðgang að sérstökum skrifstofurýmum, nema þá inni á vaktherbergi deildar eða þar í kring. Það eru hins vegar opin rými án þess að þeim fylgi næðisrými eða afdrep, og því er ekki hægt að kalla þau verkefnamiðuð vinnurými. Í stefnunni felst að stefnt er að því að bæta aðgengi þessara hópa að hentugri og sveigjanlegri aðstöðu þegar á þarf að halda.“ Ásta segir að í sumum tilfellum verði spítalinn að prófa sig áfram og því var gerður sérstakur viðauki við stefnuna sem unnin var. „Í viðauka við stefnuna kemur fram að þetta er hægfara þróun þar sem ákvarðanir verða teknar eftir því sem húsnæði er hannað eða endurnýjað, og leitast við að fara eftir viðmiðum um verkefnamiðað vinnurými, þó ef til vill sé ekki mögulegt að fara alla leið. Þannig munum við prófa okkur áfram, en hafa skýra stefnu að leiðarljósi.“ Ásta segir ákvörðunina um verkefnamiðaða vinnuaðstöðu meðal annars hafa tekið mið af því að spítalinn flytur brátt í nýtt húsnæði. Það þurfi að nýta vel. „Við förum þessa leið vegna þeirra þriggja leiðarljósa sem stefnan hefur, það er að auka jafnræði og sveigjanleika og til að tryggja hagkvæma nýtingu húsnæðis. Við erum staðsett í miðborg þar sem pláss er af skornum skammti og jarðnæðið verðmætt og eftirsótt. Við teljum það í raun ábyrga afstöðu gagnvart umhverfismálum að nýta allt húsnæði vel, og að hafa ekki einkarými sem jafnvel standa auð stóran hluta dagsins. Það er misjafnt hvort þetta er mikil breyting fyrir fólk, en líklega verður innleiðing stefnunnar jákvæð breyting fyrir mjög marga, til dæmis þau sem hafa ekki aðgang að næðisrýmum eða afdrepum í dag.“ Ásta segir verkefnamiðaða vinnuaðstöðu vera liður í því að laða til okkar framtíðar starfkrafta.Vísir/Vilhelm vitum við að heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar krefjast þess að litið sé á þjónustukeðjuna sem samstarfsverkefni Mun þessi breyting bíða þess að nýr spítali verði byggður? „Það var byrjað á innleiðingun stefnunnar við flutninga um 250 stoðþjónustu starfsmanna í Skaftahlíð 24 á síðasta ári, og þar gildir stefnan um alla, bæði forstjóra, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur. Enginn er með einkaskrifstofu í Skaftahlíð og öll borð eru skilin eftir hrein á hverju kvöldi. Það eina sem starfsmaður hefur „prívat“ er munaskápur, og flestir eru sammála um að þeir dugi vel fyrir þann búnað og gögn sem hver og einn þarf dags daglega. Stjórnendur hafa aðlagast vel og margir hafa haft á orði hvílík sóun það hafi verið áður að vera með einkaskrifstofu, sem jafnvel stendur auð stóran hluta dagsins. Það voru áhyggjuraddir áður en við fluttum, en nýleg könnun sýnir að vinnuumhverfið er metið jákvæðara á flestum þáttum saman borið við gamla vinnuumhverfið.“ Að lokum er Ásta spurð að því hvort hún telji að þessi breyting muni hafa áhrif á þá ásýnd sem LSH sem vinnustaður. „Já við erum langfjölmennasti vinnustaður ríkisins, með um 6000 starfsmenn. Við teljum að leiðarljósin um jafnræði, sveigjanleika og hagkvæmni séu meðal þeirra gilda sem starfsmenn framtíðarinnar vilja sjá í verki á sínum vinnustað, enda vitum við að heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar krefjast þess að litið sé á þjónustukeðjuna sem samstarfsverkefni, þar sem framlag allra skiptir máli. Við leggjum þess vegna áherslu á þverfaglega teymisvinnu og viljum vera þekkt fyrir gott starfsumhverfi og góð samskipti. Ef þau leiðarljós eru líka höfð í hávegum þá mun þetta ganga vel og vera liður í að laða til okkar framtíðar starfkrafta, sem vilja starfa á nútímalegum og skemmtilegum vinnustað í hjarta Reykjavíkur.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Opin vinnurými: Starfsfólki líður illa og finnst erfitt að einbeita sér Niðurstöður fjölmargra rannsókna benda til þess að áhrif opinna vinnurýma á starfsfólks séu neikvæð. Fólk taki fleiri veikindadaga, tali minna saman og finnist erfitt að einbeita sér. Opin vinnurými eru víða á Íslandi. 29. janúar 2020 08:00 Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00 Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Landspítalinn háskólasjúkrahús, LSH, er langfjölmennasti vinnustaður ríkisins en þar starfa um sex þúsund starfsmenn. Spítalinn stefnir á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu í nýju húsnæði og hefur þegar tekið upp það form í Skaftahlíð þar sem stjórnendur og fleiri starfsmenn hafa aðstöðu. Hönnun nýs spítala tekur meðal annars mið af þessari framtíðarsýn. Ásta Bjarnadóttir mannauðstjóri LSH segir að spítalinn hafi mótað sér stefnu um verkefnamiðað vinnurými sem er ólíkt opnum vinnurýmum að því leytinu til að starfsfólk hefur val um rými. Þannig mun vinnuaðstöðu vera skipt upp í teymisrými, næðisrými og svo afdrep auk bókanlegra fundarherbergja. Enginn starfsmaður verður með sitt fast borð eða rými og því verða öll borð hrein að kvöldi. En eiga verkefnamiðuð vinnurými við alla starfsmenn spítalans? „Margt af okkar starfsfólki vinnur í klínískum meðferðar- og rannsóknarýmum mest allan daginn, en þarf síðan að vinna skrifborðs- og tölvuvinnu þar á móti. Stefnunni er ætlað að eiga við um þessa hópa að því leyti, en hún nær ekki yfir sjálfa klínísku vinnurýmin, enda eru þar önnur hönnunarsjónarmið sem eru leiðandi. Einnig á stefnan við um þá starfsmannahópa sem vinna lungann af sinni vinnu við skrifborð og tölvur.“ Ásta segir nokkuð flókið að innleiða stefnuna alls staðar enda eru starfsmenn nú til húsa í um 100 ólíkum húsum. Þá eru sumar einingar með afar takmarkað pláss fyrir skrifborðs- eða tölvuvinnurými. „Það er ekki einfalt mál að innleiða stefnuna alls staðar því við erum í dag í um 100 ólíkum húsum, og skipulag og fyrirkomulag vinnunnar hjá ólíkum hópum er bæði breytilegt og ólíkt. Nýbyggingin sem nú er í byggingu við Hringbraut, meðferðarkjarninn, er einkum meðferðarrými og þar er lítið um skrifborðs- eða tölvuvinnurými. Þó segir í stefnunni að leitast verði við að fylgja þessum viðmiðum í nýbyggingunum, þar sem því verður við komið. Leiðarljós vinnurýmastefnunnar eru: Jafnræði, hagkvæmni og sveigjanleiki. Í því felst að hún á við um alla og miðar að því að vinnurýmin verði hagkvæm og sveigjanleg. Stefnan nær yfir rými eða aðstöðu þar sem unnin er skrifborðs- og/eða tölvuvinna, og stór hluti starfsmanna vinna ekki þannig vinnu nema að litlu leyti, en nánast allir þurfa samt einhvern hluta af tímanum að sitja við skrifborð og tölvu, til dæmis þegar þau þurfa að kynna sér fræðsluefni, yfirfara tímaskráninguna sína, skrá gögn eða atvik, eða svara könnun.“ Framtíðarsýn LSH er verkefnamiðuð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk í nýjum húsakynnum spítalans sem nú er verið að vinna að.Vísir/Vilhelm Við teljum það í raun ábyrga afstöðu gagnvart umhverfismálum að nýta allt húsnæði vel, og að hafa ekki einkarými sem jafnvel standa auð stóran hluta dagsins. Hvað með sérhæft starfsfólk eins og lækna og hjúkrunarfræðinga? „Eins og staðan er í dag þá ríkir ekki jafnræði milli starfsmanna varðandi þau skrifborðs- og tölvurými sem þau hafa aðgang að. Margir sérfræðilæknar hafa aðgang að einkaskrifstofum, en almennt hafa til dæmis hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar ekki aðgang að sérstökum skrifstofurýmum, nema þá inni á vaktherbergi deildar eða þar í kring. Það eru hins vegar opin rými án þess að þeim fylgi næðisrými eða afdrep, og því er ekki hægt að kalla þau verkefnamiðuð vinnurými. Í stefnunni felst að stefnt er að því að bæta aðgengi þessara hópa að hentugri og sveigjanlegri aðstöðu þegar á þarf að halda.“ Ásta segir að í sumum tilfellum verði spítalinn að prófa sig áfram og því var gerður sérstakur viðauki við stefnuna sem unnin var. „Í viðauka við stefnuna kemur fram að þetta er hægfara þróun þar sem ákvarðanir verða teknar eftir því sem húsnæði er hannað eða endurnýjað, og leitast við að fara eftir viðmiðum um verkefnamiðað vinnurými, þó ef til vill sé ekki mögulegt að fara alla leið. Þannig munum við prófa okkur áfram, en hafa skýra stefnu að leiðarljósi.“ Ásta segir ákvörðunina um verkefnamiðaða vinnuaðstöðu meðal annars hafa tekið mið af því að spítalinn flytur brátt í nýtt húsnæði. Það þurfi að nýta vel. „Við förum þessa leið vegna þeirra þriggja leiðarljósa sem stefnan hefur, það er að auka jafnræði og sveigjanleika og til að tryggja hagkvæma nýtingu húsnæðis. Við erum staðsett í miðborg þar sem pláss er af skornum skammti og jarðnæðið verðmætt og eftirsótt. Við teljum það í raun ábyrga afstöðu gagnvart umhverfismálum að nýta allt húsnæði vel, og að hafa ekki einkarými sem jafnvel standa auð stóran hluta dagsins. Það er misjafnt hvort þetta er mikil breyting fyrir fólk, en líklega verður innleiðing stefnunnar jákvæð breyting fyrir mjög marga, til dæmis þau sem hafa ekki aðgang að næðisrýmum eða afdrepum í dag.“ Ásta segir verkefnamiðaða vinnuaðstöðu vera liður í því að laða til okkar framtíðar starfkrafta.Vísir/Vilhelm vitum við að heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar krefjast þess að litið sé á þjónustukeðjuna sem samstarfsverkefni Mun þessi breyting bíða þess að nýr spítali verði byggður? „Það var byrjað á innleiðingun stefnunnar við flutninga um 250 stoðþjónustu starfsmanna í Skaftahlíð 24 á síðasta ári, og þar gildir stefnan um alla, bæði forstjóra, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur. Enginn er með einkaskrifstofu í Skaftahlíð og öll borð eru skilin eftir hrein á hverju kvöldi. Það eina sem starfsmaður hefur „prívat“ er munaskápur, og flestir eru sammála um að þeir dugi vel fyrir þann búnað og gögn sem hver og einn þarf dags daglega. Stjórnendur hafa aðlagast vel og margir hafa haft á orði hvílík sóun það hafi verið áður að vera með einkaskrifstofu, sem jafnvel stendur auð stóran hluta dagsins. Það voru áhyggjuraddir áður en við fluttum, en nýleg könnun sýnir að vinnuumhverfið er metið jákvæðara á flestum þáttum saman borið við gamla vinnuumhverfið.“ Að lokum er Ásta spurð að því hvort hún telji að þessi breyting muni hafa áhrif á þá ásýnd sem LSH sem vinnustaður. „Já við erum langfjölmennasti vinnustaður ríkisins, með um 6000 starfsmenn. Við teljum að leiðarljósin um jafnræði, sveigjanleika og hagkvæmni séu meðal þeirra gilda sem starfsmenn framtíðarinnar vilja sjá í verki á sínum vinnustað, enda vitum við að heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar krefjast þess að litið sé á þjónustukeðjuna sem samstarfsverkefni, þar sem framlag allra skiptir máli. Við leggjum þess vegna áherslu á þverfaglega teymisvinnu og viljum vera þekkt fyrir gott starfsumhverfi og góð samskipti. Ef þau leiðarljós eru líka höfð í hávegum þá mun þetta ganga vel og vera liður í að laða til okkar framtíðar starfkrafta, sem vilja starfa á nútímalegum og skemmtilegum vinnustað í hjarta Reykjavíkur.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Opin vinnurými: Starfsfólki líður illa og finnst erfitt að einbeita sér Niðurstöður fjölmargra rannsókna benda til þess að áhrif opinna vinnurýma á starfsfólks séu neikvæð. Fólk taki fleiri veikindadaga, tali minna saman og finnist erfitt að einbeita sér. Opin vinnurými eru víða á Íslandi. 29. janúar 2020 08:00 Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00 Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Opin vinnurými: Starfsfólki líður illa og finnst erfitt að einbeita sér Niðurstöður fjölmargra rannsókna benda til þess að áhrif opinna vinnurýma á starfsfólks séu neikvæð. Fólk taki fleiri veikindadaga, tali minna saman og finnist erfitt að einbeita sér. Opin vinnurými eru víða á Íslandi. 29. janúar 2020 08:00
Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00
Fyrirtæki þurfa að setja sér umgengnisreglur á opnum vinnurýmum Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu mælir með því að fyrirtæki setji sér reglur um umgengni og samskipti á vinnustað þar sem opin rými eru. Hver starfsmaður á að hafa að lágmarki fimm fermetra í opnu rými. 29. janúar 2020 13:00