Krefjast þess að eiginkonurnar hafi þá á brjósti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:30 Kona af þjóðflokknum Ovahimba gefur barni sínu brjóst en rétt er að geta þess að þann þjóðflokk er ekki að finna í Úganda heldur einungis Namibíu og Angóla. vísir/getty Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður. Úganda Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Vísindamenn við Kaymbogo-háskólann í Kampala í Úganda og háskólann í Kent í Bretlandi rannsaka nú í fyrsta sinn þá iðju fullorðinna karlmanna á tilteknum svæðum í Úganda, Kenýa og Tansaníu að drekka brjóstamjólk úr brjóstum eiginkvenna sinna. Þessi krafa mannanna hefur verið tengd við kynbundið ofbeldi og valdbeitingu en lítið var vitað um málið þar til fyrir um tveimur árum þegar heilbrigðisráðherra landsins, Sarah Opendi, vakti athygli á því á þjóðþinginu. Hún varaði við því að það væri að færast í aukana að menn væru að krefja konur sínar um að sjúga brjóst þeirra til að fá brjóstamjólk. Þetta skapaði vandamál fyrir konurnar og börnin sem þær væru með á brjósti. Á vef Guardian er fjallað um málið og rætt við Jane (ekki hennar rétta nafn) sem segir að eiginmanni hennar finnist brjóstamjólkin góð. Jane er tvítug og eiga þau sex mánaða gamalt barn. „Hann segir að honum finnist hún góð á bragðið og að hún hjálpi honum til að halda heilsunni. Honum líður vel eftir á,“ segir Jane. Maðurinn hennar hafi byrjað að biðja um brjóstamjólk kvöldið sem hún kom heim af fæðingardeildinni. „Hann sagði að hann væri að hjálpa mér með flæðið á mjólkinn. Mér fannst þetta í lagi,“ segir Jane. „Hún getur ekki sagt nei“ Dr. Rowena Merritt, breskur atferlisfræðingur sem sérhæfir sig í lýðheilsu, fer fyrir rannsókninni. „Við vissum ekki hvort við myndum finna einhvern sem myndi viðurkenna að gera þetta og vilja tala við okkur um það. Við vissum í raun ekki hvort þetta væri gert eða ekki,“ segir Merrit. Rannsóknin fór fram á dreifbýlu svæði í miðju Úganda þar sem sagt er að það sé algengt að menn séu á brjósti eiginkvenna sinna. Í ljós kom að mennirnir drekka oft áður en börnin fara á brjóstið, oftast einu sinni á dag, og upp í allt að klukkutíma í senn. Var rætt nafnlaust við fjóra menn sem sögðu að brjóstamjólkin gæfi þeim orku. Þá er það hjátrú sums staðar að brjóstamjólkin geti haft lækningamátt, jafnvel fyrir sjúkdóma eins og eyðni og krabbamein. Ein konan var spurð að því hvað myndi gerast ef hún neitaði manni sínum um brjóstamjólk. „Ég óttast að hann færi annað ef ég myndi ekki leyfa þetta,“ svaraði hún. Einn mannanna, Thomas (ekki hans rétta nafn), viðurkenndi að konurnar gætu orðið fyrir ofbeldi ef þær vildu ekki gefa mönnum sínum brjóst. „Hún getur ekki sagt nei því þú verður háður þessu og það er erfitt að hætta. Ef konan segir nei þá gæti það leitt af sér ofbeldi, þetta er það stórt mál,“ sagði hann. Myndatexti fréttarinnar hefur verið uppfærður.
Úganda Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Hundarnir áttu ekki að vera saman Innlent Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira