Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:30 Jóhannes Þór segir vissulega vera áhyggjur meðal ferðaþjónustuaðila sem þjónusta kínverska hópa visir/Vilhelm Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur fellt niður allt flug til og frá meginlandi Kína og indónesíska flugfélagið Lion Air ætlar að fella niður allt flug frá 1. febrúar. Ekki er beint flug frá Kína til Íslands og talið að flestir kínverskir ferðamenn ferðist í gegnum Norðurlöndin eða Bretland. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erfitt að átta sig á áhrifum niðurfellingar flugs umfram það ferðabann sem hefur þegar tekið gildi í Kína. Algjört ferðabann er á svæðinu í kringum Wuhan en einnig hafa borist fregnir af hópferðabanni Kínverja. Ekki er staðfest hve víðtækt bannið er. Jóhannes segir útbreiðslu veirunnar næstu vikur og mánuði skipta sköpum varðandi ferðaþjónustuna. „Núna eru fyrirtækin að glíma við þessar afbókanir sem eru hafnar og reyna að átta sig á því hver staðan er, hversu víðtækt þetta er og hverju megi búast við inn í sumarið. Það er erfitt að spá fram í tímann á þessari stundu,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir ýmis fyrirtæki fá afbókanir. „Við heyrum frá hótelunum og hópfyrirtækjunum. Þetta hópferðabann í Kína hefur áhrif fyrst á þessi fyrirtæki. Svo er þetta afleitt út í afþreyingamarkaðinn og fyrirtæki á þeim vettvangi sem er að taka móti hópum. Þetta hefur áhrif á alla keðjuna,“ segir Jóhannes Þór. Hópur Kínverja sem ferðast á eigin vegum fer einnig stækkandi en Kínverjar voru hundrað þúsund af tveimur milljónum ferðamanna á Íslandi í fyrra. Gert var ráð fyrir svipuðum fjölda í ár og þá ekki síst nú í febrúar enda mikið ferðatímabil að hefjast hjá Kínverjum vegna kínverska nýársins. „Þetta eru ferðatímabil sem eru utan háannar hjá okkur og hafa skipt töluverðu máli fyrir fyrirtækin sem hafa verið að taka á móti þessum hópum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
BA aflýsir ferðum og Starbucks lokar tvö þúsund stöðum í Kína Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá meginlandi Kína vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 29. janúar 2020 08:33
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05