Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu? Bergsveinn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 17:47 Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andlát Kobe Bryant Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fráfall Kobe Bryant lét mig hugsa um dauðann, sem hræðir marga. Hvort sem við hugsum um hann eða ekki þá er hann alltaf að birtast okkur í fréttum, sögum um líf annarra, áhyggjum varðandi okkar heilsu, athyglinni okkar í umferðinni eða þegar við eigum afmæli. Við eyðum mikilli orku í að forðast dauðann og hann umlykur allt sem við gerum, ómeðvitað eða meðvitað. Hugsanir um dauðinn eru krefjandi fyrir marga þar sem hann vekur upp ótta, sársauka, rugling og stress. Dauðinn er hins vegar óumflýjanlegur hluti af tilverunni. Hann er það eina sem er víst að gerist í þessum heimi. Versta er eflaust óvissan sem fylgir honum. Við getum ekki vitað hvenær eða hvernig dauðinn mun banka á dyrnar hjá okkur og okkar nánustu. Við getum hins vegar notað dauðann til að hvetja okkur að gera það sem skiptir okkur máli í lífinu. Að nýta hvert augnablik til hins ýtrasta. Að efla tengslin við vini, maka og foreldra. Að verja minni tíma í óþarfa áhyggjur. Að hætta að bíða eftir að hafa tíma í hlutina og gera þá. Að segja óttanum að halda kjafti og ganga í augun á honum. Að vera trúr sjálfum sér. Að umkringja sig fólki sem lætur sér líða vel. Að segja sannleikann. Að taka lífinu ekki of alvarlega. Að lifa hvern einasta dag eins og hann sé sá síðasti. Ég las einhvers staðar fyrir mörgum árum að við eigum tvö líf og það seinna byrjar þegar við áttum okkur á að við eigum bara eitt. Lífið er allt of stutt til að eyða því í óþarfa kjaftæði. Við getum ekki stjórnað hvenær dauðinn mun banka á dyrnar en við getum stjórnað hvort við höfum dyrnar lokaðar eða opnar þegar við erum á lífi. Dauðinn getur verið hvetjandi eða letjandi, þitt er valið. Hverju myndir þú sjá eftir í lífinu?Höfundur er fyrirlesari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar