WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 23:05 Tedros Adhanom Ghebreyesus og Michael Ryan á blaðamannafundi í dag. EPA/MARTIAL TREZZINI Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33
Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18