Sigurganga Hildar heldur áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30