Ingibjörg í toppstandi á níræðisaldri: Gengur allt, fer mikið í ræktina og komin með kærasta Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2020 10:30 Ingibjörg er í fantaformi á níræðisaldri. Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“ Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Ingibjörg Leifsdóttir fyrrverandi læknaritari er orðin 81 árs en er nýbyrjuð í World Class á fullu og gefur líkamsræktin henni mikið. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fór Vala Matt og heimsótti þessa ótrúlegu kjarnakonu sem hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu en gefst aldrei upp. Hún á tvö uppkomin börn og fjölda barnabarna. En hver er lykillinn að hennar langlífi og góðri heilsu? „Ég er búin að hreyfa mig allt mitt líf og einhvern veginn finnst mér ávinningur af því að hreyfa sig. Svo er svo gaman að fara í líkamsræktina og það er fullt af fólki að gera saman hlutinn. Þetta ýtir svo á mann og maður verður svo áhugasamur,“ segir Ingibjörg. „Mér líður mjög vel þegar ég er búin að þessu öllu og mér finnst þetta það besta sem ég hef fundið upp á. Núna er ég að hugsa aftur í tímann og hvað var ég eiginlega að gera? Af hverju gerði ég þetta ekki fyrr. Það er aldrei of seint að byrja í hverju sem þú ert að gera.“ Gengið á sjö fjöll Ingibjörg hefur alla tíð gengið mikið og aldrei átt bíl. „Ég bý á þeim stað þar sem ég þarf ekki á bíl að halda, en strætó er alltaf til taks en ég get gengið um allt. Svo er ég búin að ganga á sjö fjöll og er bara stórlega ánægð með það.“ Ingibjörg er komin með nýjan kærasta. „Við skulum nú ekkert vera minnast á það en mér finnst það bara gaman. Mér finnst það bara voða gaman en ég ætla ekkert að tala sérstaklega um hann. Það er bara svo gaman að hafa félaga.“ Ingibjörg og kærastinn búa ekki saman. „Það borgar sig ekkert annað þegar maður er komin á þennan aldur. Það þarf ekki nema annað deyi þá er maður á kalda klakanum aftur. Það er gott að eiga sitt heimili og vera sjálfstæður.“
Eldri borgarar Heilsa Ísland í dag Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira