Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Dana, er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Íslandi á EM í dag.
Landin var ekki í fimmtán manna hóp Dana sem var tilkynntur í gær en hann hefur verið að glíma við veikindi síðustu daga.
Því völdu Danir að bíða með það að tilkynna sextánda manninn fyrir leik dagsins en nú hefur hann verið staðfestur.
EM-klar Niklas Landin tager sidste plads i dansk trup https://t.co/3VjzbfzR45pic.twitter.com/tx3H1oIwuS
— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) January 11, 2020
Ísland fór til Svíþjóðar með sautján leikmenn svo einn þarf að vera utan hóps í kvöld.
Það fellur í skaut Sveins Jóhannssonar, línumannsins, að hvíla í dag.
Vel verður fylgst með leiknum á Vísi í dag.