Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 19:24 Guðjón Valur í leikslok. vísir/skjáskot Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. „Í augnablikinu er þetta alveg ótrúlega gaman og allt það en við hugsum aðeins út fyrir kassann. Þetta er fyrsti leikur. Þetta er einn leikur,“ sagði Guðjón Valur við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég væri til í fleiri stig fyrir þennan leik en þetta eru bara tvö stig. Þau verða vonandi mikilvæg. Við ætlum ekki gera sömu mistök og við höfum áður gert, að renna á rassinn eftir fyrsta leik.“ „Við vissum að við þyrftum að spila nánast okkar besta leik og vonast til þess að þeir spili ekki sinn besta leik. Það er erfitt að koma því í orð hversu góðir og hæfileikaríkir þeir eru.“ „Það sést í fyrri hálfleik Aron Pálmarsson að hann er einn topp þrír besti leikmaður í heimi. Hvað hann gerir og hvað hann gerir fyrir okkur. Jafnframt sjáum við líka að aðrir leikmenn stíga upp í síðari hálfleik og það er ómetanlegt og mikilvægt Þetta er gott fyrir okkur en vonandi erum við rétt að byrja.“ Guðjón segir að hann hafi messað yfir strákunum sínum fyrir leikinn. Þeir þyrftu að hafa trú á verkefninu. „Þetta er sem við erum búnir að tala um. Ég sagði við strákanna fyrir leikinn að okkur treyst er verkefni því þjálfararnir telur okkur bestu leikmenn sem til eru. Ef maður er frír þá er það að taka skotið. Ekki koma sér út úr aðstæðum. Ekki vera farþegi. Maður á að trúa og treysta á eigin hæfileika, síðan sjáum við hvert það fer með okkur.“ En hvert stefnir þetta lið? „Það er næsti leikur. Þannig er sportið. Við þurfum að pakka okkur inn í bómul núna og sofa vel og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það er allt annar handbolti spilaður þar. Markmiðið okkar verður það sama. Góður sigur en það er áfram gakk.“ Guðjón segir að stuðningurinn hafi gefið mikið í dag. „Þetta gefur ótrúlega mikið og að vera í Höllinni og hlusta á Víkingaklappið og Danina púa á Víkingaklappið. Þá vissi maður að maður væri kominn inn undir hjá þeim og þeir orðnir pirraðir. Það er gaman að því.“ Klippa: Viðtal við Guðjón Val EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. „Í augnablikinu er þetta alveg ótrúlega gaman og allt það en við hugsum aðeins út fyrir kassann. Þetta er fyrsti leikur. Þetta er einn leikur,“ sagði Guðjón Valur við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok. „Ég væri til í fleiri stig fyrir þennan leik en þetta eru bara tvö stig. Þau verða vonandi mikilvæg. Við ætlum ekki gera sömu mistök og við höfum áður gert, að renna á rassinn eftir fyrsta leik.“ „Við vissum að við þyrftum að spila nánast okkar besta leik og vonast til þess að þeir spili ekki sinn besta leik. Það er erfitt að koma því í orð hversu góðir og hæfileikaríkir þeir eru.“ „Það sést í fyrri hálfleik Aron Pálmarsson að hann er einn topp þrír besti leikmaður í heimi. Hvað hann gerir og hvað hann gerir fyrir okkur. Jafnframt sjáum við líka að aðrir leikmenn stíga upp í síðari hálfleik og það er ómetanlegt og mikilvægt Þetta er gott fyrir okkur en vonandi erum við rétt að byrja.“ Guðjón segir að hann hafi messað yfir strákunum sínum fyrir leikinn. Þeir þyrftu að hafa trú á verkefninu. „Þetta er sem við erum búnir að tala um. Ég sagði við strákanna fyrir leikinn að okkur treyst er verkefni því þjálfararnir telur okkur bestu leikmenn sem til eru. Ef maður er frír þá er það að taka skotið. Ekki koma sér út úr aðstæðum. Ekki vera farþegi. Maður á að trúa og treysta á eigin hæfileika, síðan sjáum við hvert það fer með okkur.“ En hvert stefnir þetta lið? „Það er næsti leikur. Þannig er sportið. Við þurfum að pakka okkur inn í bómul núna og sofa vel og undirbúa okkur fyrir næsta leik. Það er allt annar handbolti spilaður þar. Markmiðið okkar verður það sama. Góður sigur en það er áfram gakk.“ Guðjón segir að stuðningurinn hafi gefið mikið í dag. „Þetta gefur ótrúlega mikið og að vera í Höllinni og hlusta á Víkingaklappið og Danina púa á Víkingaklappið. Þá vissi maður að maður væri kominn inn undir hjá þeim og þeir orðnir pirraðir. Það er gaman að því.“ Klippa: Viðtal við Guðjón Val
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58
Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Danmerkur á stórmótum í handbolta. 11. janúar 2020 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni