Guðmundur: Einn besti leikur sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2020 19:56 Guðmundur brosti breitt eftir leikinn. vísir/getty „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Að byrja EM á þennan hátt, að vinna besta lið heims. Það er stórt og mikið afrek,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Danmörku, 30-31, í dag. Þrátt fyrir mikla gleði eftir sigur dagsins segir Guðmundur að ekkert sé enn í hendi. „Okkar bíður mjög verðugt verkefni gegn Rússum í næsta leik. Það verður ekkert einfaldur leikur og við verðum að vera fljótir að koma okkur niður á jörðina og vera klárir,“ sagði Guðmundur. Hann hrósaði íslensku leikmönnunum fyrir frammistöðuna í dag. „Ég er ánægður með hvernig við lögðum upp leikinn. Leikaðferðirnar gengu fullkomlega upp í vörn og sókn. Þetta var virkilega ánægjulegt,“ sagði Guðmundur sem er auðvitað fyrrverandi þjálfari danska landsliðsins. „Fyrir mig persónulega líka, að hafa verið þjálfari Dana og allt það. Þetta var mjög gaman fyrir mig. Þetta var frábær sigur og mjög vel gert hjá drengjunum.“ Guðmundur segist hafa einfaldað leikplanið fyrir leik dagsins. „Við spiluðum stórkostlega vörn. Ég þekki leikmenn Dana, styrk- og veikleika þeirra. Við spiluðum á veikleika þeirra í vörninni allan leikinn og vorum mjög agaðir. Ég fækkaði leikaðferðunum og við einbeittum okkur að því að spila þær sem við spiluðum vel,“ sagði Guðmundur. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik í dag og dró íslenska vagninn. „Það er ekki slæmt að eiga svona mann. Hann spilaði algjörlega stórkostlegan leik. Ég verð líka að hrósa öllu liðinu. En þetta var erfitt og það mátti engu muna,“ sagði Guðmundur sem tók á sprett inn á völlinn eftir að leiktíminn rann út. „Ég var að athuga hvort ég hefði tognað aftan í læri. Það eru enn kippir í manni,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Að byrja EM á þennan hátt, að vinna besta lið heims. Það er stórt og mikið afrek,“ sagði Guðmundur Guðmundsson í samtali við Vísi eftir sigurinn á Danmörku, 30-31, í dag. Þrátt fyrir mikla gleði eftir sigur dagsins segir Guðmundur að ekkert sé enn í hendi. „Okkar bíður mjög verðugt verkefni gegn Rússum í næsta leik. Það verður ekkert einfaldur leikur og við verðum að vera fljótir að koma okkur niður á jörðina og vera klárir,“ sagði Guðmundur. Hann hrósaði íslensku leikmönnunum fyrir frammistöðuna í dag. „Ég er ánægður með hvernig við lögðum upp leikinn. Leikaðferðirnar gengu fullkomlega upp í vörn og sókn. Þetta var virkilega ánægjulegt,“ sagði Guðmundur sem er auðvitað fyrrverandi þjálfari danska landsliðsins. „Fyrir mig persónulega líka, að hafa verið þjálfari Dana og allt það. Þetta var mjög gaman fyrir mig. Þetta var frábær sigur og mjög vel gert hjá drengjunum.“ Guðmundur segist hafa einfaldað leikplanið fyrir leik dagsins. „Við spiluðum stórkostlega vörn. Ég þekki leikmenn Dana, styrk- og veikleika þeirra. Við spiluðum á veikleika þeirra í vörninni allan leikinn og vorum mjög agaðir. Ég fækkaði leikaðferðunum og við einbeittum okkur að því að spila þær sem við spiluðum vel,“ sagði Guðmundur. Aron Pálmarsson átti magnaðan leik í dag og dró íslenska vagninn. „Það er ekki slæmt að eiga svona mann. Hann spilaði algjörlega stórkostlegan leik. Ég verð líka að hrósa öllu liðinu. En þetta var erfitt og það mátti engu muna,“ sagði Guðmundur sem tók á sprett inn á völlinn eftir að leiktíminn rann út. „Ég var að athuga hvort ég hefði tognað aftan í læri. Það eru enn kippir í manni,“ sagði Guðmundur léttur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24
Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58