Dæmdur hryðjuverkamaður kynnir heimildarmynd hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2020 20:30 Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake. Bandaríkin Vegan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vegan aðgerðarsinni segir mikla vanlíðan hafa fylgt því að vera dæmdur fyrir hryðjuverkabrot í Bandaríkjunum. Hann segir mörkin óljós á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varðar við hryðjuverkalög. Jake Conroy er vegan aðgerðarsinni sem sat í fjögur ár í alríkisfangelsi fyrir brot gegn hryðjuverkalögum. Hann er staddur hér á landi til að kynna heimildarmyndina The Animal People sem fjallar um sögu hans. Jake og félagar hans hófu herferð með það að markmiði að stöðva stórfyrirtæki sem sérhæfir sig í að prófa vörur fyrirtækja á dýrum. Herferðin snéri að bönkum, fjárfestum og öðrum sem stóðu á bakvið fjármögnun fyrirtækisins. „Þetta vakti mikla athygli stjórnvalda sökum velgengni okkar og af því að þetta hafði áhrif á starfrækslu fyrirtækja,“ sagði Jake Conroy, aðgerðarsinni. Hryðjuverkalög í Bandaríkjunum ná meðal annars yfir hópa sem beina aðgerðum sínum að fyrirtækjum sem starfa í tengslum við dýr. Samkvæmt lögunum má ekki valda fyrirtækjunum skaða sem nemur yfir 10 þúsund dali. Aðgerðarhópurinn var handtekinn og var svo ákært í málinu á grundvelli hryðjuverkalaga. Málið fór fyrir dómstóla og þurftu allir í hópnum að afplána fangelsisvist. Jake sat í alríkisfangelsi í fjögur ár. „Það opnaði augu mín að sitja inni og sjá hvernig kerfið virkar, hversu hræðilegt það er og hvernig það fer með fólk auk spillingarinnar. Það varpar fólki aftur inn í samfélagiðí verra ástandi en það kom inn,“ sagði Jake. Jake segir þunna línu á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær aðgerðin er farin að brjóta í bága við hryðjuverkalög. „Þeir sögðu okkur hafa farið yfir ríkjamörk því við notuðum netið til skipulagningar með vefsíðum okkar. Einnig af því að við hefðum valdið yfir 10 þúsund dala fjárhagstjóni. Þeir töldu það vera sama hlutinn. Okkar sjónarmið er að þetta séu ekki hryðjuverk heldur virkur aktívismi. Aðgerðarsinnar vilja einmitt þrýsta á um breytingar fyrirtækja og stundum veldur það fjárhagstjóni,“ sagði Jake.
Bandaríkin Vegan Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira