180 strandaglópar gista í fjöldahjálparstöðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 06:54 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Vísir/Birgir Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Um 180 manns gistu í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í nótt. Flestir þeirra eru farþegar á leið í Ameríkuflug en vonast er til að aðgerðum í stöðinni verði lokið fyrir hádegi. Fjöldahjálparstöð var opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna óveðursins sem geisaði á Reykjanesi og víðar á suðvesturhorninu. Búist var við að um 400 manns yrðu í stöðinni í nótt. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum, segir í samtali við Vísi nú í morgunsárið að sú tala hafi að endingu orðið nokkuð lægri en eins og áður sagði gistu um 180 manns í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að fjöldahjálparmiðstöðin hafi í raun orðið tvískipt. Fyrri hluta kvölds hafi þangað sótt fjöldi fólks frá Keflavíkurflugvelli sem komst ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Þegar Reykjanesbrautin var opnuð aftur seint í gær hóf strax að fækka töluvert í þeim hópi. Síðar komu rútur af flugvellinum með strandaglópa sem búið var um í íþróttahúsinu. Jón Brynjar segir að nú á sjöunda tímanum sé rólegt yfir og nánast allir sofandi. Þá hafi aðeins örfáir farið upp á flugvöll það sem af er morgni. Þá hafi allir lagst á eitt í gærkvöldi við undirbúning fjöldahjálparstöðvarinnar og aðgerðir gengið vel. Gert er ráð fyrir að stöðinni verði lokað um ellefuleytið. Fjöldi flugvéla sat fastur við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs í gærkvöldi og um tíma eftir miðnætti í gær voru um fjögur þúsund manns á flugvellinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47 Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15 Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Gæti orðið fjölmennt í fjöldahjálparstöðinni í nótt Fín stemning, ef svo má segja, hefur verið hjá fólkinu sem haldið hefur til í fjöldahjálparstöðinni í Reykjanesbæ í kvöld. 13. janúar 2020 01:47
Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. 12. janúar 2020 23:15
Fjögur þúsund manns á Keflavíkurflugvelli Búið er að hleypa farþegum frá borði þeirra flugvéla sem hafa setið fastar við Keflavíkurflugvöll í kvöld. 13. janúar 2020 00:48